Cecil og fleiri góðir

Eruði góð(ar) að ráða drauma?

Mig dreymdi svo undarlegan draum......

..... mig dreymdi að ég væri í vinnunni Wink að laga tölvuna mína hún var í allt annarsstaðar í húsinu en vanalega. Þurfti að fara eitthvað á bakvið og finna kubb til að setja í tölvuna og fann þá gluggalaust hvítt aukaherbergi í húsinu, lítið og þröngt, kallaði á vinnufélaga minn einn og spurði hana hvort hún hefði vitað af þessu herbergi. Hún sagðist aldrei hafa séð það áður. Allavega fannst mér þetta herbergi allt of lítið og lokað fyrir mig þannig að ég tróð mér aftur út - já tróð mér.... hurðin var svo þröng að ég komst varla..... Svo rambaði ég á herbergið þar sem tölvan mín var og þá stóð fugl á lyklaborðinu. Ég var nú frekar hissa!!! hélt að þetta væri einhverskonar gúmmifígúra því hann var svo litfagur. Fagurblár allur með eldrauðan kamb. Samt var þetta ekki hani. Ég vildi ekki hafa þennan fugl inni og fór að reyna að fanga hann til að koma honum út og kallaði á aðra til að hjálpa mér. Náði honum svo loksins en þá fannst mér ekkert atriði að hleypa honum út lengur.

Var svolítið hissa þegar ég vaknaði því ég er ekki vön að muna draumana mína og fannst þessi eitthvað svo litríkur. Er ég kannski bara furðufugl? Smile

Datt svona í hug að setja þetta hér inn. Ef þið eruð slyng að ráða drauma megið þið alveg láta mig vita

Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er ekki SVONA slyng Hrönn mín en ég ímynda mér að þér bjóðist einhverskonar stöðuhækkun í vinnunni sem gefur litla möguleika til framtíðar og að þú sért yfirkvalifiseruð í viðkomandi jobb.

Þetta með fuglinn er mér ráðgáta.  Hugleiði á það og hef svo samband.

Var karlinn með stafinn erfiður í gær?

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.4.2007 kl. 17:59

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

 er gersamlega að niðurlotum komin....

Hrönn Sigurðardóttir, 6.4.2007 kl. 20:08

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér finnst þetta litla herbergi vera eitthvað sem þú ert að burðast með, sem þú ættir að losa þig við.  Fuglinn svona blár og rauður eru einhverjar fréttir, sem þú fattar ekki alveg strax, og tekur verr en þú ættir.  Stundum þarf maður tíma til að uppgötva hlutina.  Það hlýtur að veria eitthvað tengt tölvunni þinni.  Rauðiliturinn er svolítið agressívur þarna, en þar sem fulginn er að öðru leiti blár, sem er góður litur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.4.2007 kl. 10:43

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Saggði mér svo hugr öm at væri þetta fyrir þvei at Hrönn myndi eigi blogga í bele.  Var þat eins ok við mannin mælt...

Peningar, gleði. 

Jón Steinar Ragnarsson, 11.4.2007 kl. 20:22

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Datt mér ekki í hug, ekki komst komment mitt frá í gær inn.... Meira vesenið með þessa síðu þessa dagana. Ég sagði eitthvað sisona: Held að litla kytran sé partur af sálartetrinu, en innihald hennar sé tiltölulega lítt aðgengilegt ennþá. Fuglinn táknar tækifæri. Og hananú.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 12.4.2007 kl. 22:52

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Kytrur og herbergi í húsum er alltaf partur af okkur sjálfum. Það er eins og þú sért að biða eða leita eftir hjálp til að skilja ókannað hluta í sjálfri þér...og eitthvað sem þú telur þig þurfa að breyta til að vera betri..en eftir mikla skoðun og vinnu kemstu að því að það sem þú hélst að væri löstur er í raun styrkur þinn. Eitthvað sem hefur staðið þér fyrir þirfum sem þú lítur á sem galla..en þegar þú skilur þig betur sérðu að það er í raun kostur þinn. Rauður litur táknar kraft..reiði sem þú getur breytt í kraft og blár er litur heiluna. Fugl er sá sem getur tekið flugið.

Þú ert að ganga í gegnum breytingar sem gera þig sáttari við sjálfa þig og hver þú ert. Kemst að litlu leyndarmáli um sjálfa þig sem gleður

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 16.4.2007 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband