Laugardagsblogg

Var að renna yfir bloggin hjá bloggvinum mínum. Þau eru öll svo gáfuleg - gera mig svo miklu betri einstakling Smile Það lúkkar jú svo vel að eiga gáfulega vini.

Sumt af því sem ég las hitti beint í mark og endurspeglaði einhvern veginn það sem ég var að hugsa í dag. Tilviljun? Veit ekki........ hugsanlega ekki!

Well - bezt að fara út með hundinn, hann kaupir það ekki hjá mér að það sé ekki hundi út sigandi Grin Skil það ekki eins og hann getur nú verið viturlegur á svipinn....... Fór með hann út á golfvöll í gær og hann gerði sér lítið fyrir og stökk út í á!

 Ég hélt að ég yrði ekki eldri - hann sá nefnilega gæsir og gleymdi sér aldeilis við að elta þær, þar til bæði eistun voru ríflega horfin á kaf og hann var farinn að taka sundtökin. Jamm þær eru víða hættulegar þessar gæsir........ 

gragaes1

Eigiði góðan dag

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Megi dagurinn verða þér góður.  Þú mættir vera örlátari á pistlana þína Hrönnsla, ert góður penni

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.3.2007 kl. 17:30

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Maður þarf nú að spara sig............. einhversstaðar verður að skera niður ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 24.3.2007 kl. 23:07

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég skil seppa vel, gæsir er eitthvað sem hreinlega verður að elta. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.3.2007 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.