Eru Íslendingar geðlausir?

Er að velta því fyrir mér að hafa fyrirsagnir algerlega úr takt við innihaldið.

 

En blogg eða ekki blogg! Veit ekki hvort þetta hentar mér. Mest vegna þess að þá þarf ég að hugsa áður en ég tala. Og það er nú ekki alveg minn stíll..... GetLost

Stofnaði upphaflega blogg til að geta skutlað athugasemdum beint inn á síður annarra bloggara. Því skoðunum hef ég nóg af.......

 

Ætla ekki að blogga um pólitík vegna þess að ég hef ekkert vit á henni nema helst útlitslega séð. Held ekki að pólitík snúist um útlit - og þó.........

Ætla ekki að blogga um fréttir vegna þess að þær eru alltaf slæmar.

Hver veit nema ég skrifi sögur úr æsku minni, þegar lífið var endalaust sumar og ég snéri mér kollhnísa í kringum snúrustaurinn og horfði á rabbabarann á hvolfi. Bjó til rabbabara”mat” úr rabbabara sem við stálum úr garðinum og sykri sem var hnuplað úr búrinu hjá mömmu.

 

Kannski skálda ég bara eitthvað............


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Fín byrjun kona, þú skrifar skemmtilega.  Bíð spennt eftir þér á ritvellinum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.3.2007 kl. 13:20

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Iss Hrönn...ég skrifa áður en ég hugsa og tala...trúðu mér og það kemur bara líka svona skrambi fínt út finnst mér. Vissi það sossum alltaf að hausinn á mér þvælist fyrir mér. MAÐUR VEIT ALDREI HAVÐ MAÐUR GETUR FYRR EN MAÐUR PRÓFAR. Takk fyrir að bjóða mér að vara bloggvinkona. Þigg það með þökkum og þakka í leiðinni fyrir hlýleg innlit.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.3.2007 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband