Endur fyrir löngu..

..þegar ég var nýkomin með bílpróf, var ég að keyra uppi í sveit þegar vegalöggan stoppaði mig. Já - Vegalöggan - sagan byrjaði jú á: "Endur fyrir löngu..." Muniði eftir vegalöggunni? Það var svona lögga sem keyrði þjóðvegina. Þeir voru á öðruvísi bílum og allt. En sumsé þar sem ég keyrði þjóðveginn, sem var ekki einu sinni malbikaður, mætti ég vegalöggunni og þeir flippuðu ljósunum á mig sem þýddi að þeir vildu að ég stoppaði. Mér brá ógurlega, negldi niður á miðjum veginum, þannig að þeir urðu að stoppa hálfir úti í skurði, vippaði mér út og gargaði á þá: "Hvað á það að þýða að vera að stoppa mann hér, langt uppi í sveit um há bjartan dag?" Það varð eitthvað fátt  um svör frá þeim og síðan hef ég ekki verið stoppuð hvorki af vegalöggu né öðrum löggum. Ég hef grun um að uppi á vegg á skrifstofu Vegalöggunnar hangi mynd af mér með svona striki yfir... þið vitið - svona... hunde må ikke medtages striki. Ég get hins vegar ekki ímyndað mér hvar þessi skrifstofa er núna og hjá hverjum myndin hangir.

En þetta var nú bara svona útúrdúr. Ég hef verið að vinna á Bókasafninu í Þorlákshöfn í sumar. Þetta er, held ég, einhver sú skemmtilegasta vinna sem ég hef unnið en nú er skólinn hafinn á nýjan leik og ég sit í strætó og bíð spennt eftir að strætókonan segi: Næsta stopp er Háskóli Íslands :)

Farþegunum bregst ekki bogalistin að halda upp skemmtuninni og ég held ótrauðáfram að safna efni í bókina: Ég og skrýtna fólkið í Strætó.

Lífið er bjútífúl. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Einu sinni, endur fyrir löngu var ég líka stoppuð af vegalöggunni uppi á Hellisheiði, ég keyrði víst eitthvað of hratt. Ég leit upp stórum augum og skildi ekki neitt - og SLAPP með það, ég skil það ekki enn í dag... :D

Margrét Birna Auðunsdóttir, 9.9.2013 kl. 01:00

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég man eftir vegalöggunni.  En myndin hangir örugglega fyrir ofan hausinn á Ólafi Helga, sem eilíf áminning um að löggan á ekki að stoppa ráðsettar konur svona um hábjartan daginn, það getur orðið þeim... fjötur um hjól... fót eða þannig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.9.2013 kl. 13:12

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hehehe Bidda - nei einu sinni gekk þetta ;)

...en Cesil - ég var engan veginn ráðsett. Ekki þá :P

Hrönn Sigurðardóttir, 12.9.2013 kl. 21:16

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei ubbs sorrý

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.9.2013 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.