ég man ekki....

....hvort ég hef sagt ykkur það - ég segi ykkur það þá bara aftur, þið hafið gaman af því - en ég er svag fyrir öllu sem danskt er. Ég hef, í gegnum tíðina haldið því fram að ég hafi fæðst í en forkert faderland Tounge en það er nú önnur saga sem ég segi ykkur hugsanlega undir svefninn þegar þið eruð orðin stærri.

En sumsé, svo ég haldi mig við upphaflegu söguna, þá fór ég einu sinni í fjallgöngu á Heklu - ég var í góðum félagsskap dana - kemur á óvart? Við villtumst aðeins enda ekki á hverjum degi sem maður fer á Heklu og alla leið frá Vegamótum var ég að segja honum hryllingssögur af því þegar Hekla gýs. Þá byrji hún sko bara en to tre og maður eigi fótum fjör að launa. Hæsta lagi korter sem séu til ráðstöfunar og á þeim tíma þarf að taka tillit til í hvaða átt hraunstraumurinn rennur. Hann lét sér fátt um finnast - enda vanur öllum mínum lygasögum stórum sem smáum. Ég hafði jú einhvern tíma sagt honum að beygja til hægri þegar ég meinti vinstri og allt hvað eina. En allavega við komum að Heklu og lögðum í hann. Það var rok - ískuldi og bara hreint ekkert spes veður en upp héldum við algjörlega ótrauð. Þegar við vorum komin ríflega upp fyrir miðju byrjar Hekla að rymja. Ég lýg því ekki - það rumdi óhræsilega í henni. Ég snarstoppaði - henti nestinu út í veður og vind og snérist á hæli og byrjaði að skokka niður. Leit aldrei um öxl - ekki fyrr en ég fattaði að danskurinn var með bíllyklana. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahaha þú ert dásamleg Hrönn mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.3.2013 kl. 09:44

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

þú ert óborganleg :-)

Marta B Helgadóttir, 30.3.2013 kl. 15:29

3 Smámynd: Ragnheiður

Afhverju hentiðu nestinu haha :) þú ert snillingur :)

Ragnheiður , 31.3.2013 kl. 12:18

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til að létta mig Ragnheiður :P En ég held að danskurinn hafi hirt það upp. Allavega var hann með það þegar hann náði mér lööööööngu síðar. Hann var hinn rólegast enda segir hann að ég sé fuld af løgn.

Hrönn Sigurðardóttir, 1.4.2013 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband