Mannvonskuveður

Ég læddist út á strætóstoppistöð  rétt rífleg sex í morgun - eða slagaði öllu heldur. Þegar ég kom fyrir húshornið missti ég andann, tilfinningin var eins og að hoppa í ískalda laug - og trúðu mér - ég hef hoppað í ískalda laug. Þar sem ég hímdi eins og hver önnur hryssa í skjóli við benzíntank, renndi bíll upp að mér, skrúfaði niður rúðuna og kona hrópaði út í myrkrið: "Hrönn! Viltu ekki bíða inni í bíl'" Ég veit ekki ennþá hvaða kona þetta er Cool Svo kom strætó eftir djúpan disk og bílstjórinn sagði mér að hann færi ekki þessa ferð, Heiðin væri lokuð og útlitið ekki bjart. Maður konunnar í bílnum skutlaði mér heim, alla ellefu metrana og það var svo blint að ég var ekki viss um hvar ég ætti heima ToungeAlgerlega ýkjulaust!

Það settist maður við hliðina á mér í strætó um daginn - ég var frekar vant við látin að búa til sögur um fólk í strætó en tók þó eftir því að þetta var myndarmaður - þegar ég svo stóð upp til að yfirgefa vagninn við HÍ - var ég komin svo langt í ævintýrinu að ég var næstum búin að kyssa hann bless. Sá held ég hefði orðið hissa Sideways 

Staðan í dag er semsagt þannig að ég sit heima og les, skólabækur vitaskuld úr því ég komst ekki í ævintýrin í strætó, og vona að svo fáir hafi mætt í tíma í morgun að kennarinn endurtaki fyrirlestur dagsins í næsta tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahaha alltaf óborganleg Hrönn stelpuskott

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2013 kl. 18:33

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.3.2013 kl. 02:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.