Strætóskólablogg

Ég tek strætó í skólann. Það er svakalega þægilegur ferðamáti - um daginn steinsofnaði ég og dreymdi að ég væri komin til Trindidad og Tobacco Sideways

Það er líka svo gaman að stúdera fólk í strætó - einn daginn var svakaleg hálka í minni sveit, þá örlaði á pirringi hjá sumum farþegum og þeir höfðu á orði að strætó ætti að halda áætlun. Bílstjórinn reddaði því nú, og var snöggur að - hann bað alla strætó í Mjódd að bíða eftir okkur Cool Annan dag var fullur kall með í för, bílstjórinn hótaði honum að hann mundi hringja á lögguna ef hann færi ekki að haga sér skikkanlega.... fulla kallinum var alveg sama. Enn annan dag voru tvær eldir konur að reima sig í strætó - þig megið gizka á hvað þær voru að gera Joyful Hápunktur hverrar strætóferðar er þó þegar ég er komin niður á Hringbraut og leiðakerfiskonan segir "næsta stopp er... Háskóli Íslands". Þá finn ég hvernig ég byrja að brosa öll - fyrst inn í mér og svo breiðist brosið út. Stundum lofa ég samt öðrum að dingla stopputakkanum. Hugsanlega eru fleiri jafnánægðir og ég að vera í HÍ Happy


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband