31.7.2012
Ber allt árið!
Ég kom við í vermireitnum mínum í morgun og kippti með mér pattarlegum jarðarberjum út á ab mjólkina.
Hér til hliðar er mynd af þeim fyrir vini mína Halldór Tuðs og Cesil
Ég er að lesa Brekkukotsannál, svona í tilefni þess að skólinn er að byrja, og þar datt ég aldeilis ofan á gott ræktunarráð. Í sögunni þeirri kemur nefnilega fyrir gamall maður sem staðsetti járnhlemm í kartöflugarðinum hjá sér því hlemmurinn drægi að sér hitann úr sólinni... Snilldarráð og ég er staðráðinn í að næsta vor fylli ég garðinn umhverfis vermireitinn af hlemmum - nota bara hlemmana af holræsunum og fæ helling af jarðarberjum.
Talandi um skólann þá get ég ekki látið hjá líða að nefna að ég tók saman gömlu skólabækurnar frá í fyrra og arkaði í A4 - einu ritfangaverslunina hér austan heiða - og ætlaði að kanna hvað ég fengi af skólabókum sem ég þarf að nota í vetur og komst þá að því að A4 selur ekki eina einustu skólabók! Ekki einu sinni kápulausar kiljur! Þar fór nú auglýsing allt fyrir skólann fyrir lítið.
Hnuss hvað ég varð hneyksluð Ég varð hreinlega að fá mér fleiri jarðarber til að draga úr hneyklan minni
Það lítur allt úr fyrir góða berjasprettu - hvort sem það eru jarðarber eða önnur ber - og ég stefni hraðbyri á berjamó, jafnvel um næstu helgi. Ég skelli þeim svo bara í frystinn og borða ber fram að áramótum. Allavega!
Góðar (berja)stundir.
Athugasemdir
haahaha ég er bara ber hluta úr ári, er svo kulvís - jú sí. En ástu bæði berin ? alla uppskeruna ?
Ragnheiður , 2.8.2012 kl. 21:25
hahahha já..... ég á þau bæði :P og ÁT þau bæði líka.
Hrönn Sigurðardóttir, 3.8.2012 kl. 06:21
Glæsileg uppskera, ef marka má myndina (sem ég reyndar efast ekkert um) Geri ráð fyrir að þú eigir marga morgna framundan með ferskum jarðarberjum út á ab ið. Ef einhver afgangur verður af uppskerunni með haustinu, veit ég um ísbúð sem selur fersk jarðarber og er ávallt á höttunum eftir þeim, sem ferskustum.
Það hefur greinilega borgað sig hjá þér að berjast í þessum vermireit!
Hilsen úr Suðurhöfum, þar sem snjóar og blæs ógurlega þessa dagana. Ekki einu sinni mörgæsirnar hætta sér á flug í ótíðinni hér og kuldanum. Um borð er svo kalt, að það er varla hægt að vera ber í sturtu, svo berin í vermireitnum ættu nú bara að una glöð við sitt, þar til þeim verður drekkt í AB mjólk, einn sólríkan morgun í ágúst.
Halldór Egill Guðnason, 11.8.2012 kl. 09:04
Aldeilis girnileg jarðarber Hrönn mín nammi namm.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.8.2012 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.