Me and my friend Ben...

.....skaust á Stykkishólm í gær að sækja Dúlludúskinn. Á leiðinni krufði ég samband karla og kvenna og komst að því að hamingja karla er alfarið komin undir konum. Segi ykkur kannski nánar af því síðar Cool 

Þegar ég var við Fáskrúðarbakka hringdi vinnufélagi minn í mig og spurði mig hvar ég eiginlega væri. Ég sagði honum að bóndinn á Rauðkollustöðum hefði beðið mig að koma og slökkva eldana sem loguðu í mónum hjá honum og svo ætti ég stefnumót við Ben Stiller í Hólminum klukkan sautjánhundruð - sharp.... Maður lýgur að fleirum en fimm ára og gerir nú annað en stemma af lánadrottna sjáiði til Sideways

 Ég tók upp tvo puttaferðalanga við Vegamót. Þeir voru á leiðinni á Grundarfjörð að skoða Kirkjufell og ætluðu síðan að kíkja á Snæfellsjökul. Ég sagði þeim að Ben  væri á Stykkishólmi en þeim var undarlega alveg sama. Þeir sögðu mér að þeir væru frá Eistonia og ég flissaði með sjálfri mér alla leið yfir nesið. Sat samt á mér að biðja þá að syngja.....

Stykkishólmur

Rosalega fallegt í Stykkishólmi. Ég skokkaði upp á Stykkið - eða hvað það nú heitir bjargið fyrir ofan höfnina og þvílíkt útsýni - maður minn. Ég stakk því að Dúskinum að hann fyndi sér skipstjóradóttur að búa með í Hólminum. Hann tók fálega í það enda miklu skemmtilegra að búa með Mömmu sinni Tounge 

Hann sagði mér hinsvegar frá „sérvitri“ konu sem býr niðri við sjóinn í stóru, fallegu húsi hvar hundurinn hennar býr í íbúð á neðri hæðinni..... Ég sagði honum að ég hefði nú alltaf ætlað að vera þessi kuldalega kéddling á klöppinni en ef einhver önnur væri búin að byggja húsið gæti ég svosem alveg búið þar líka. Við kíktum aðeins á nunnurnar og Dúskurinn sagði mér að hann hefði í fyrsta skipti á ævinni séð nunnu þarna. Já.... maður lærir margt á sjónum ;)

Á leiðinni heim vorum við að hlusta á fréttir þar sem m.a. kom fram að öryrkjabandalagið ætli að kæra forsetakosningarnar og enginn vissi hvernig ætti að snúa sér í því. Einkasonurinn hlustaði á fréttaflutninginn og sagði: "Ha... heyrði ég rétt....?" "Já, já," sagði ég og útskýrði fyrir honum að fötluðum fyndist á rétti sínum brotið með fyrirkomulagi kosninganna. 

Og þá sagði Dúskurinn þau fleygu orð sem sannfærðu mig um, á einu augabragði, að hann væri svo miklu, miklu skyldari elstu systur minni - sem vildi alls ekki að Bessastaðir yrðu útbíaðir í kúkableyjum -  en mér.

Hann sagði nefnilega af mikilli sannfæringu: "Ég vissi ekki að fatlaðir hefðu kosningarétt  - ég meina ef þú getur ekki exað sjálf/ur þá hefur þú ekkert í kosningaklefann að gera!" 

Ég flissaði alla leið í Borgarnes og þakkaði Guði fyrir að formanni öryrkjabandalagsins hefði ekki verið boðið í þennan bíltúr. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

" hamingja karla er alfarið komin undir konum."(Fleirtala)

 Jahá!

Halldór Egill Guðnason, 21.7.2012 kl. 02:54

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já.... þessu hjóstu eftir....

Hrönn Sigurðardóttir, 21.7.2012 kl. 06:35

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahahaha vona að þú þurfir sem oftast að sækja dúlludúskinn í Stykkishólm,það gerist svo margt skemmtilegt á þeirri leið, en hvað með BEN?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.7.2012 kl. 11:48

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ben var svo stálheppinn að vera í Stykkishólmi um leið og ég :P

Hrönn Sigurðardóttir, 21.7.2012 kl. 11:52

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm, hann var svo sannarlega heppinn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.7.2012 kl. 12:00

6 identicon

Súgandisey held ég að steinninn þarna heiti....ættir að fá þér sæti á kaffihúsinu þarna við höfnina og njóta þess að horfa á mannlífið næst þegar þú skutlast til Stykkishólms - þar er hægt að fá mjög góðan latte og kjúklingasalatið er með þeim betri, besta er samt að þar er hægt að sitja og prjóna og horfa á karlana vinna á höfninni

Valgerður Ósk Einarsdóttir (IP-tala skráð) 22.7.2012 kl. 00:44

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Stykkishólmur verður bara áhugaverðari og áhugaverðari :)

Hrönn Sigurðardóttir, 22.7.2012 kl. 09:11

8 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ungi maðurinn Dúlludúskur mömmu sinnar er vel upp alinn, hefur sínar sjálfstæðu skoðanir greinilega :-)

Marta B Helgadóttir, 27.7.2012 kl. 02:29

9 Smámynd: Marta B Helgadóttir

en talandi um ljónheppinn Ben...,

ég endasendist öll kvöld um 101 og 107 Reykavík í von um að verða hjóluð niður af öðruhvoru sjarmatröllinu, uppáhalds Anthony Hopkins eða uppáhalds Russel Crowe

í von um að fá aðhlynningu (eftir slysið skiluru) og geta bara horft á þá í návígi á meðan

en hitti svo aðallega á ketti og hunda -

bara man ekki hvaða hvítatjaldsstjarna það var (kvenkyns auðvitað enda viturt sem það var) sem sagði þau fleygu orð

I keep going to bed with princes and waking up with frogs.

Ætti kannski bara að halda mig við hundana og kettina. Meiri líkur til að vakna þá með annaðhvort Anthony eða Russel augliti til auglitis ?

Marta B Helgadóttir, 27.7.2012 kl. 02:46

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já Marta mín... það borgar sig ekki að eltast of mikið við þessa gaura ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 28.7.2012 kl. 18:35

11 Smámynd: Marta B Helgadóttir

:)

Marta B Helgadóttir, 29.7.2012 kl. 02:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband