8.6.2012
Afmælis...
Ég á afmæli í dag Hugsið ykkur 50 ár síðan ég ákvað að eiga hér nokkra góða daga.
Hér koma nokkrar staðreyndir um 8. júní af wikipedia.com
8. júní er 159. dagur ársins (160. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 206 dagar eru eftir af árinu.
Spáið í það - það eru 206 dagar þar til þið farið að skjóta upp flugeldum
[breyta]Atburðir
- 68 - Ár keisaranna fjögurra hófst þegar Galba varð Rómarkeisari.
- 1435 - Dómkirkjan í Uppsölum var vígð.
- 1624 - Jarðskjálfti skók Perú.
- 1783 - Skaftáreldar hófust. Í kjölfar þeirra fylgdu Móðuharðindin.
- 1887 - Herman Hollerith fékk einkaleyfi á stimpilklukku.
- 1789 - Jarðskjálftar hófust á Suðurlandi. Skjálftar komu með allt að tíu mínútna millibili og stóðu í viku.
- 1968 - James Earl Ray var handtekinn fyrir morðið á dr. Martin Luther King, Jr..
- 1968 - Robert F. Kennedy var jarðsettur.
- 2002 - Íslensk stjórnvöld neituðu meðlimum Falun Gong-hreyfingarinnar um landvistarleyfi vegna ótta við mótmæli.
[breyta]Fædd
- 1867 - Frank Lloyd Wright, bandarískur arkitekt (d. 1959).
- 1916 - Francis Crick, enskur líffræðingur (d. 2004).
- 1921 - Suharto, forseti Indónesíu (d. 2008).
- 1940 - Nancy Sinatra, bandarísk söngkona.
- 1947 - Sara Paretsky, bandarískur rithöfundur.
- 1951 - Bonnie Tyler, velsk söngkona og gítarleikkona.
- 1955 - Sir Tim Berners-Lee, enskur uppfinningarmaður Netsins.
- 1955 - Greg Ginn, bandarískur gítarleikari (BBlack Flag).
- 1960 - Mick Hucknall, enskur söngvari og lagahöfundur (Simply Red).
- 1962 - Ég og Nick Rhodes, enskur tónlistarmaðir (Duran Duran).
- 1975 - Shilpa Shetty, indversk leikkona.
- 1976 - Lindsay Davenport, bandarísk tenniskona.
- 1977 - Kanye West, bandarískur rappari.
- 1982 - Nadia Petrova, rússnesk tennisleikkona.
- 1983 - Kim Clijsters, belgísk tennisleikkona.
[breyta]
Ég bætti mér inní þarna hjá þeim strákunum á Wikki þeir hafa eitthvað aðeins gleymt sér.... en eins og þið vitið þá er vefurinn aldrei áreiðanleg heimild.
Ég vaknaði syngjandi Amazing Grace og sms frá Döggu frænku sem á líka afmæli í dag. Til hamingju með daginn Dagga
Sólin skín og fuglarnir syngja - enda eins gott því ég ætla að vera með veislu úti. Hlakka til að hitta vini og ættinga.
Jibbý Cola
Athugasemdir
Innilega til hamingju með afmælið skemmtilega kona og takk fyrir alla skemmtunina sem þú hefur vakið mér undanfarin ár.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.6.2012 kl. 09:59
til hamingju hérna líka, segðu mér hvernig tekst þér að fela afmælið á FB ? ég þarf að læra það áður en mitt 50 ára rennur upp síðar á árinu.
Hraðlas atburði og sýndist þetta vera eintómar náttúruhamfarir og hörmungar og svo þú :)
Ragnheiður , 8.6.2012 kl. 13:56
hahha já og svo ég :)
Ég tók þetta út einhvern tíma í vetur. Ég skal kíkja á það og senda þér póst :)
Takk stelpur ♥
Hrönn Sigurðardóttir, 8.6.2012 kl. 14:14
Síðbúin afmæliskveðja
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.6.2012 kl. 02:17
Síðbúin afmæliskveðja héðan líka. Var einfaldlega ekki á "netsambandi" um helgina.
Jíshús....var stimpilklukkan virkilega "gúdderuð" á afmælisdaginn ÞINN!, Skaftáreldar, Suðurlandsskjálftar, Móðuharðindi og jú bara neim it!
Ekki hissa þó þú spyrjir afgreiðslufólkið á kassanum í Bónus hvort það muni hvort vanti gulrætur heima hjá þér. Þetta er allt að smella, kella....;-)
Hilsen héðan og sendu mér nú eins og eitt jarðarber, til sönnunar þess að vermireiturinn hafi ekki lagst á hliðina. Verður að vera rautt að neðan og grænt að ofan, ásamt kjarnmiklu laufskrauti til hliðanna.
Halldór Egill Guðnason, 11.6.2012 kl. 02:47
...og allt var það bara upphitun ;)
Takk bæði :)
Hrönn Sigurðardóttir, 11.6.2012 kl. 07:47
Vermireiturinn lifir góðu lífi - teinréttur ;)
Þar gróa bæði spínat og jarðarber í góðum takti - þrátt fyrir að mér hafi verið sagt nýlega að jarðarber væru í ætt við illgresi og tækju yfir garðinn ef maður liti við þeim.
Þau mega það þá bara....
Er ekki viss um að ég tími að senda þér neitt úr honum. En ég gæti hugsað til þín á meðan ég gæði mér á jordgubberne. Dugar það?
Hrönn Sigurðardóttir, 13.6.2012 kl. 13:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.