7.6.2012
Framboð og skítkast!
Ég er orðin svo leið á þessu endalausa skítkasti í garð sitjandi forseta að það endar með því að ég kýs hann.
Fólk hrópar; puntudúkka, upprifjun, 2007, útrásarforseti og fleira og fleira. Hvert sem ég lít fylla skjáinn blogg, fjölmiðlafyrirsagnir og facebookstatusar um hvað maðurinn sé ómögulegur.
Þetta með puntudúkkuna breyttist að vísu úr skrautdúkku í meðförum manna - ef ég man rétt. Ég velti því fyrir mér hvar Ólafur Ragnar hefði kallað aðalkeppinaut sinn skraut/puntudúkku. Enginn virtist geta svarað því með sannfærandi hætti þannig að ég fór á stúfana og hlustaði á viðtöl við manninn og las mikið af því sem haft hefur verið eftir honum. Það næsta sem ég komst skrautdúkku var í viðtali sem Björn Ingi tók við hann á pressunni, ég held hann hafi verið á starfmannafundi á Landsspítalanum við það tækifæri. Þar svaraði hann aðspurður hvort hann hefði ekki verið ósanngjarn í gagnrýni sinni á Þóru - nokkurn veginn svona: "....á þetta framboð að vera einhver skrautsýning?" Man það svo sem ekki orðrétt en og nenni ekki að hlusta á þetta viðtal aftur. Endilega leiðréttið mig........... ekki ;) Ég ætla að þá að taka hinn sanna Íslending á það og hlusta ekki rassgat á ykkur. Því ég hlýt að hafa rétt fyrir mér. Ekki satt?
Tölum aðeins um hænuna sem missti eina fjöður!
Varðandi útrásina þá skal ég viðurkenna það að ég var ekki mjög ánægð með hann þá en ég skil svo sem hvað hann var að gera. Hefði fólk ekki fjargviðrast ef hann hefði ekki stutt við vitleysingana sem svertu nafn víkinga - og var nú orðspor víkinga ekki fallegt fyrir!
Ekki ætla ég að ætlast til þess að sitjandi forseti lesi meira og minna feikaða ársreikinga meira og minna gjaldþrota fyrirtækja og banka. Ég var með aðra menn á launum við það. Mér finnst það fólk hinsvegar alls ekki hafa staðið sig en það kemur forsetanum ekkert við. Ekki í mínum huga.
Svo er ég líka svo nísk að ég er ekki viss um að ég tími að borga enn einum forseta laun fyrir að frílista sig í útlöndum, Mosfellssveit eða hvar hann vill sóla sig. Er ekki betra að láta manninn vinna fyrir laununum sínum?
Athugasemdir
Hann hefur reyndar beðist afsökuna á dómgreindarbresti sínum varðandi útrásina, og síðan marg borgað fyrir þau mistök með Icesaveneitun.
Segi sama og þú þetta er ótrúleg óvirðing við embættið, hver sem þar situr, og að óvirða embætti forseta er verið að óvirða þjóðina að mínu mati.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.6.2012 kl. 10:07
Sammála Cesil. Svo má ekki anda á neinn annan frambjóðanda. Merkilegt tík þessir Íslendingar ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 7.6.2012 kl. 15:24
Já við erum eiginlega algjör........
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.6.2012 kl. 18:18
"Dittó"
Halldór Egill Guðnason, 13.6.2012 kl. 03:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.