Ég hitti...

...bóksalann á förnum vegi í dag. Hann hafði orð á því hvað ég væri orðin brún og innti mig eftir því hvort ég hefði verið erlendis. Ég sagði honum, sem satt var, að þetta væri afrakstur þess að labba úti með hundinn hátt í tvo tíma á dag; vetur, sumar, vor og haust. Fyrst yrði maður veðurbarinn, síðan útitekinn og síðast liti maður út eins og ég í dag Tounge

Hann spurði þá hvernig hundurinn liti eiginlega út og ég sagði að hann væri nánast orðinn alveg svartur Cool 

Ljónshjartað á góðum degi

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahahaha  Þér er sjaldnast orða vant mín kæra.  Annars er ég orðin kolbrún og á samt engan hund, en tvo ketti sem elta mig út og suður, annar er svartur með hvíta bringu, hefur reyndar alltaf verið þannig og læðan hún Lotta er allskona lit.  Eina sem hefur breytt um lit er moi.  En svona er þetta.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.6.2012 kl. 00:28

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.6.2012 kl. 03:17

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hrönn.....!

Láttu ekki myndarlegan bóksala slá þig út af laginu! Getur vel verið að hann eigi fullt af bókum, en hundurinn þinn er líka miklu svartari er hundurinn hans!

Djöfullinn danskur..getur enginn litið frísklega út á Íslandi lengur öðruvísi en að það þurfi endilega að tengja það útlöndum!

Það er greinilega ekki nóg að eiga margar bækur:-(

Halldór Egill Guðnason, 6.6.2012 kl. 03:18

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

:) Hakuna Matata Tuðs hann slær mig ekkert út af laginu. Teldu bækurnar þínar og ég skal dæma um hvort þær séu nógu margar rúsínan mín.

Hrönn Sigurðardóttir, 6.6.2012 kl. 07:41

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

....maður segir sko alls ekki eiginlega tvisvar í sömu setningu. Einkum og sér í lagi ekki þegar íslenskt mál á svo mörg orð :)

Hrönn Sigurðardóttir, 6.6.2012 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.