Ég fékk mér nýtt gæludýr í kjallarann.

Hún er lítil og brún og nötrar allavega jafnmikið og ég þegar við rekumst hvor á aðra, sem uppfyllir kannski ekki alveg mín skilyrði um gæludýraeign enda veit ég ekki hvað hvort hún er búin að flytja lögheimilið sitt en ég er með nagandi samvizkubit yfir gildrunni sem ég laumaði að henni áðan. Ég setti samt súkkulaði í hana. Ég vona bara að hún deyji snögglega og finnist súkkulaðið gott Crying

Ég efast hins vegar um að ég geti fjarlægt sönnunargögnin, vona bara hálft í hvoru að hún fari frekar út um gluggann.... og hafi súkkulaðið með sér. Hugsanlega kæmi hún þá bara aftur og með vini sína með sér - ekki vil ég það.....

Og þá yfir í allt aðra og miklu skemmtilegri sálma. Ég fór í mjólkurbúðina áðan, þar voru tveir Færeyingjar að spyrja afgreiðsludrenginn um hitt og þetta og af því að mér er svo eðlislægt að skipta mér af þá náttúrulega gerði ég það umsvifalaust. Þeir voru að spyrja um bílaleigu og hvar þeir gætu keypt sænguföt og hitt og þetta. Við svöruðum eftir beztu vitund öllum þeirra spurningum og það restaði á því að ég sagði við þá að ég væri á leið í humátt og þeir mættu sitja í ef þeir vildu. Ég hef sjaldan séð ánægðari Færeyinga enda ekki séð marga svosem - en þegar ég spái í það þá hafa þeir allir verið ánægðir þannig að hugsanlega er þetta landlægur andskoti Cool

Þegar við svo vorum komin út í bíl þá vildu þeir endilega fá að vita eitt að lokum W00t eins og mér þyki ekki vænt um Færeyinga.... enívei þeirra hinsta ósk var að fá að vita hvar fyrirtækið sem framleiðir plastbikarar og flöskur væri staðsett. Ég horfði á þá smástund og sagði svo: "Ég vinn þar"

Þeir gátu ekki á heilum sér tekið - með færeyskum hreim og allt LoL

Yndislegir Joyful 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ já bara að það gerist ekki sama og hjá mér, sú brúna lenti í gildrunni og meiddi sig, vældi þangað til henni var bjargað sett í kassa með sæng og kodda og gefið að éta.  Hún er samt komin á fullt skrið en er "vonandi" ennþá úti í garðskála.  En allavega fékk ég lánaðan kött í nokkra daga

Voru þetta færeyingar á hvolfi

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.11.2011 kl. 19:36

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Mér varð einmitt hugsað til þín og þinnar ;) Hugsanlega þarf ég að fá Úlfinn lánaðan :)

Nei - þeir voru ekki á hvolfi greyin allavega ekki á meðan ég var í samskiptum við þá :P

Hrönn Sigurðardóttir, 14.11.2011 kl. 20:33

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já segðu bara til  Hann væri örugglega til í smá ævintýri.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.11.2011 kl. 20:53

4 Smámynd: Ragnheiður

Hrönn hvar er kisan þín ?

Ragnheiður , 15.11.2011 kl. 19:29

5 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Úff, minnir mann á að loka gluggum og dyrum...

Margrét Birna Auðunsdóttir, 16.11.2011 kl. 00:38

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Prófaðu að setja rúsínu í gildruna.

Halldór Egill Guðnason, 16.11.2011 kl. 02:28

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það var keyrt yfir hann skinnið litla í Ágúst Ragnheiður.

Segðu Bidda. Held samt að hún hafi hugsanlega ekki komið þá leið.

heheheh Halldór á ég að tíma því

Hrönn Sigurðardóttir, 16.11.2011 kl. 05:51

8 Smámynd: Ragnheiður

Æj nei...kisustrákurinn...

Ragnheiður , 17.11.2011 kl. 16:30

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

jamm - ömurlegt

Hrönn Sigurðardóttir, 17.11.2011 kl. 18:01

10 Smámynd: Ragnheiður

Þeir entust ekki lengi gráu kisustrákarnir okkar, þetta hefur alveg farið framhjá mér.

Knús

Ragnheiður , 17.11.2011 kl. 19:04

11 identicon

Nyr kisi ? Voru færeyingarnir kàtu ògiftir ? Èg tekki nokkra færeyinga , allir syngja teir med eindæmum vel og eru frekar fallegir lìka en ekki sìst ferlega skemmtilegir

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.11.2011 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.