Ég var að syngja í jarðarför í dag...

...sem er svosum ekki í frásögur færandi nema fyrir það að það er alltaf svolítið erfitt að syngja í jarðarförum þar sem maður getur samsamað sig með fólki....

... þið vitið! Eins og í dag.. þessi kona var á svipuðum aldri og ég, átti börn á sama aldri og mín börn. Vitaskuld veit ég að það að deyja á fyrir okkur öllum að liggja en það er bara erfiðara að syngja í jarðarförum fólks sem gæti hæglega verið maður sjálfur!

Þá er eitthvað svo óþarflega augljóst að einn góðan veðurdag er ég öll!

...og hvað ætlið þið að gera þá?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm, þegar ég dey mun ég fyrst verða undrandi á breytingunni, síðan mun mun ég reyna að hafa samband við ættingjana sem eru hérna meginn, en svo kemst ég í samband við ættingjana hinum meginn og þau munu segja mér að nú sé ég í líka komin yfir og svo mun ég endurnýja fyrri kynni af þeim og vona að þeir sem eftir eru syrgi mig ekki of mikið og haldi mér þar með fastri, en leyfi mér að fara auðveldlega án samviskubits, með þeim ættingjum sem hafa komið að sækja mig.  Þetta er bara fyrir mér afar augljóst. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.7.2011 kl. 22:10

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jamm! Afar augljóst.

Hrönn Sigurðardóttir, 28.7.2011 kl. 23:38

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.7.2011 kl. 07:45

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 29.7.2011 kl. 09:42

5 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Jamm, við erum víst ekki eilíf. Merkilegt hvað það kemur manni alltaf jafn mikið á óvart

Margrét Birna Auðunsdóttir, 29.7.2011 kl. 11:37

6 Smámynd: Ragnheiður

ahh..ég held að það verði bara gott að vera "öll". Hvíld og svefn.

En vert´ekkert að flýta þér Hrönn mín

Ragnheiður , 3.8.2011 kl. 21:12

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

...hmm. Mín er djúp núna, einu sinni sem oftar.

Audda kemur aðððessu

en ég get ekki kallað það neitt tilhökkunarefni sosum.

Hverju sinni sem maður kveður einhvern inn í eilífðina (sem mér finnst alltaf óskaplega sárt og erfitt) er maður minntur á að njóta hvers dags, því hver dagur er gjöf  

og gera hann að eins góðum degi og maður getur. 

Marta B Helgadóttir, 5.8.2011 kl. 16:29

8 identicon

Það er fínt þarna hinu megin trúi ég,(skrapp þangað fyrir rúmum aldarfjórðungi í smá stund og það var fínt).

Segi eins og Ragga vert ekki að flýta þér neitt við þörfnumst þín hér

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.8.2011 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.