Hátíðarútgáfan

Ég á afmæli í dag.

Það er alveg spes tilfinning að eiga afmæli. Mér finnst í raun sjálfsagt mál og óþarfi að ræða það eitthvað frekar að þegar maður á afmæli þá á maður að eiga frí frá vinnu og ekki að standa í biðröðum í bónus.  Afmælisbörn eiga nefnilega alltaf forgang. Þau eiga ekki að bíða á rauðu ljósi og geta brunað um götur bæjarins án þess að þurfa að taka tilliti til annarra. Hinir eiga að bíða Tounge

Hugsanlega gæti þetta þó skapað einhver vandræði ef margir eiga sama afmælisdag. Til hamingju með daginn Dagga Wizard

Vitaskuld ætla ég að borða af sparistellinu mínu og nota silfurhnífapörin. Ég vænti þess að fólk sópist hingað með gjafir og glimmer handa mér. Ég er nefnilega hátíðarútgáfan af sjálfri mér í dag Happy

Ást og friður InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Innilega til hamingju með daginn elsku Hrönn mín.   Já ættu afmælisbörn ekki að ganga með svona merki framan á sér á afmælisdaginn þar gæti staðið; Ég á afmæli í dag

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.6.2011 kl. 09:10

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jú mér finnst það Ég er líka að hanna búnað sem ræsir afmælissönginn þegar afmælisbörn ganga inn um dyr. Þá þurfa þau aldrei að bíða í röð

Takk

Hrönn Sigurðardóttir, 8.6.2011 kl. 13:22

3 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 14.6.2011 kl. 08:08

4 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Anna Ragna Alexandersdóttir, 17.6.2011 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband