Ísland í dag

Ég gekk fram hjá Húsasmiðjunni á laugardaginn - daginn sem einhver nöttkeis spáði heimsenda, muniði..... og út úr verzluninni kom maður og hélt á gildu reipi. Ég íhugaði að spyrja hann hvort hann ætlaði heim að hengja sig en hætti við. Sumt segir maður ekki Halo Ég þagði bara og skundaði áfram með Ljónshjartað.

Mér varð hins vegar hugsað til þessa manns í gær þegar ég var að slá heimatúnið og allt í einu dimmdi yfir öllu. Askan var mætt á svæðið!

Ég meina - hér er ríkjandi atvinnuleysi, þeir fáu sem hafa vinnu bera það ekki við að biðja um launahækkun, allir bíta bara á jaxlinn þ.e. ef þeir hafa einhverja ennþá - ekki hefur fólk efni á tannlæknum - og halda áfram að berjast í bökkum með sömu krónutölu upp úr launaumslaginu á meðan matvara og benzín hækka upp úr öllu valdi. Fólk reynir að klóra í bakkann með því að takmarka notkun bíla og hjóla og ganga allra sinna ferða og þá fer næsta eldfjall að gjósa þannig að ekki er líft úti við!!

Þó maður vildi gefast upp og flýja af landi brott þá er ekki flogið frá landinu.

En þetta var nú bara svona smá bjartsýnishjal.........

Píz on örþ. Eða ætti ég að segja pez?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ljósið mitt þið búið bara í röngum landshluta hér er hvorki eldgos né jarðskjálftar(sjö níu þrettán)

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.5.2011 kl. 22:23

2 identicon

Það kom aska inn um eldhúsgluggann minn í Bergen.Svo heimilislegt .Ég er svo sorgmædd að sjá hvernig allt er á Íslandi.En á sama tíma blómstra ég í útlandinu,spurning um að snara sér upp í næstu vél til Noregs .

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.6.2011 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.