Impingment og bursur

Ég fór í sónar og myndatöku um daginn.

Allir rólegir - ég er ekki ólétt Tounge

Ég nefnilega stytti mér leið á milli hæða fyrir tæpu ári og hef ekki náð öxlinni góðri síðan. Ég brosti mínu blíðasta á röntgenmyndinni og læknirinn sem tók mig í sónar sagði að ég liti mjög illa út. Ég hef ekki brosað síðan. Enda verið upptekin við að drepast í öxlinni W00t

Í gær sendi ég svo uppáhaldslækninum mínum bréf - eins og ég kýs að kalla þau samskipti okkar sem fara fram í gegnum ímeil - og spurði hann hvort niðurstöður hefðu borist.

Hann svaraði mér um hæl og sagði að það væri þroti í bursunni og mikið impingment við abduction. Ég flissaði daðurslega og skrifaði honum að ég væri sérlega ánægð - bæði með hann og þessa setningu.

Nú get ég - þegar fólk spyr mig hvernig ég sé í öxlinni - í stað þess að svara eins og geðvont gamalmenni að því komi það ekki við, sett mig í stellingar og sagt. Það er þroti í bursunni og mikið impingment við abduction.

Og það bezta er að fólk er engu nær Tounge

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

eitthvað með þrota í slímbelg og einhvers konar klemmu við hreyfingu????

Valgerður Ósk (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 17:01

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahah góð!

Á íslensku þýðir þetta að það sé bólga í stuðpúðanum og þrengingar undir axlarhyrnunni - ég legg nú ekki meira á þig. Spáðu í það að vera með stuðpúða


 

Hrönn Sigurðardóttir, 12.4.2011 kl. 17:29

3 identicon

Mamma mín fór í axlaraðgerð fyrir nokkrum árum og þessi þekking stafar frá lesefninu á biðstofunni á sjúkrahúsinu....stuðpúði hljómar vel en er þá bólgið stuð of mikið af stuði??

Valgerður Ósk (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 17:56

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vá og hvað með þó þú væri ólétt mín kæra, þú ert örugglega ein besta mamma í heimi

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2011 kl. 18:00

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hehehe Bólgið stuð!! Það væri kannski ekki úr vegi að benda þeim á að umorða frasann um eril hjá dagbók lögreglunnar?

Takk Cesil mín

Hrönn Sigurðardóttir, 12.4.2011 kl. 18:30

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásamt mér  Við erum flottastar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2011 kl. 18:37

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Tvímælalaust!

Hrönn Sigurðardóttir, 12.4.2011 kl. 18:44

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2011 kl. 19:00

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.4.2011 kl. 01:14

10 identicon

 bólgið stuð hehehehe

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 11:41

11 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

hahaha góð

Margrét Birna Auðunsdóttir, 14.4.2011 kl. 16:56

12 Smámynd: www.zordis.com

Stuðboltar hafa jafnan stuðpúða!  Þú styttir þér ógnarlega ferð milli hæða   Gleymdir bara fimleikadýnunni til að falla á!

Sko, Fjallið er búinn að segja mér að þeir sem þjást af abducion hafa ótrúlegt aðdráttarafl svo þú skalt bara búast við brúðkaupi 11.11.11.  Nokkuð ljóst!

www.zordis.com, 14.4.2011 kl. 21:06

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahah kysstu Fjallið frá mér :)

Hrönn Sigurðardóttir, 14.4.2011 kl. 22:25

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

.... ég hafði allaveg aðrdáttarafl á kjallaragólfið

Hrönn Sigurðardóttir, 14.4.2011 kl. 22:25

15 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Kem alltof sjaldan hér inn núorðið....sé að ég er að missa af miklu

Sigrún Jónsdóttir, 19.4.2011 kl. 11:59

16 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Marta B Helgadóttir, 20.4.2011 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.