11.4.2011
Þið getið sko aldrei gizkað..
..hvað ég ætla að skrifa um núna!
Ég fór vitaskuld og kaus á laugardaginn - ég ætla svo sem ekkert að fjölyrða um það hvað ég kaus - en ég get sagt ykkur að ég var í vinningsliðinu
Fyrstu viðbrögð breta segja mér að ég hafi kosið rétt. Það er enginn að tala um að Íslendingar ætli ekki að borga þessa skuld. Allavega ekki ég. En fjandinn fjarri mér að ég fari að skrifa undir einhverja ábyrgð á einhverjum upphæðum sem enginn veit hverjar eru. Þeir geta fengið þrotabú Landsbankans og ef það dugir ekki mega þeir laumast í vasa björgólfs thors eftir afganginum.
Eftir að ég kaus fór ég í bíó og sá einhverja leiðinlegustu mynd síðari tíma. "Kurteist fólk" Ég sver það ef ég væri ekki svona vel upp alin hefði ég gengið út í hléi. ´Það vildi bara þannig til að ég var ekki handhafi bíllyklanna í þessari ferð og sat því áfram en kræst - hvílík leiðindi.
Eftir bíó var mér svo rænt - eins og hverri annarri Soffíu frænku og þá kom sér nú vel að vera eins og hún á fleiri sviðum - enda var mér skilað fljótlega. Fékk samt glimrandi góðan mat og nú er ég að vappast um á höttunum eftir uppskriftinni.
Upplýsi ykkur hugsanlega um hana - ef þið hagið ykkur skikkanlega.
Ég sá á feisbúkk í dag að nokkrar vinkonur mínar voru að díla og víla við þí universe. Ég sá mér því leik á borði úr því að þær væru hvort eð er í samningaumleitunum og lagði inn pöntun um einnar hæðar hús með stóru, rúmgóðu eldhúsi, sólríkri stofu og svona eins og þremur svefnherbergjum. Garðurinn umhverfis húsið má liggja að vatni - sú krafa er þó umsemjanleg. Ó... og svo langar mig í böns af monningum og skemmtilegan mann
Nú bíð ég bara spennt.
Athugasemdir
Hahaha flott hjá þér. Fyrstu viðbrögð vina minna í þjóðverjalandi komu í dag.
Hae elskan
til hamingju for this good result of referendum- I am so proud of my people in Iceland!!! We were so happy when we heard that so many people said “no”- this is how we will stop this bank-mafia- by standing up and fighting for our rights!!!
Congratulation Iceland!!!
Loving hugs to you all
Þannig er það bara. Knús á þig og ég skal vera þæg og góð til að fá að vita framhaldið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.4.2011 kl. 18:03
Eins gott :)
Hrönn Sigurðardóttir, 11.4.2011 kl. 18:08
...og knús til þín :)
Hrönn Sigurðardóttir, 11.4.2011 kl. 18:09
Takk fyrir skemmtilega færslu
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.4.2011 kl. 01:01
Ég er líka í sigurliðinu .Þú ert frábær hlakka til að hitta þig á Kaffi Líf í sumar .Við eigum deit í júlí er það ekki ?
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 09:56
Kaffi Amen
Takk Jóna Kolbrún
Hrönn Sigurðardóttir, 12.4.2011 kl. 15:32
já það er opið öll föstudagskvöld og er mjög vel sótt.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 11:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.