Coming soon...

Það datt í mig í júlí sl. að setja saman matvinnslumaskínuna sem ég fékk í brúðkaupsgjöf hér um árið og nota hana til að rífa niður gulrætur í gulrótasalat.

Til að gera stutta sögu langa - þá kom ég vélinni alls ekki saman enda nokkur ár síðan ég gifti mig síðast og vélin ekki verið notuð síðan sirka þá :) Henti henni því aftur niður í kjallara og játaði mig nánast sigraða. En vegna þess að þrjózkan ætlar mig stundum lifandi að drepa þá fór ég aftur niður í dag og prófaði að setja fjárans vélina saman. Í þetta skipti tókst það og nú malar hún eins og ljúfur tígur í hvert sinn sem ég lít á hana og ísskápurinn hjá mér er sneisafullur af alls kyns chutney. 

Þvílíkt og annað eins galdratæki þessar matvinnsluvélar. Á einu augabragði skera þær niður í frumeindir hvað sem vill! 

Þetta sparar tíma, fé og fyrirhöfn. Ég veit að vísu ekki alveg hvar féð kemur inn í jöfnuna - það hljómaði bara svo vel.

En tímanum veitir mér ekki af. Ég er núna að æfa skemmtiatriði fyrir árshátíð kirkjukórsins, sem nálgast óðfluga, ásamt stöllum mínum úr alt.

Við komum til með að slá í gegn - enda gerum við nánst allt fyrir frægðina - nema kannski að koma fram naktar.

Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehehehe ber að ofan ef til vill   Flott að eiga svona matvinnsluvél.  Þyrfti eina slílka. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.2.2011 kl. 09:31

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þessi græja er alger snilld. Mæli með þeim - þ.e. ef maður kemur þeim saman

Hrönn Sigurðardóttir, 23.2.2011 kl. 14:06

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Yndislega þú. 

Anna Einarsdóttir, 23.2.2011 kl. 22:33

4 identicon

svona græjur eru algjört möst að eiga og safapressu.Góða skemmtun á árshátíðinni frábæra skemmtilega kona

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband