Það er dekurdagur hjá minni

í dag.

Ég smurði ösku úr Eyjafjallajökli á andlitið á mér, tók mynd og skipti um profile á facebook. Það er nefnilega um að gera að líta nógu ógurlega út þar. Svo þegar fólk hittir mann í raunheimum verður það svo rasandi hissa á hvað maður lítur vel út.....

mitt rétta andlit

Ég er soldið hissa á hvað fólk flaskar á þessu. Allir alltaf að velja beztu myndirnar af sér Tounge

Svo fór ég í sturtu, skóf af mér hælana a la Öskubuska og smurði svo kremi á þá á eftir. Á morgun verða þeir lungamjúkir eins og á ungabarni. Restaði svo á að setja fastan lit á augabrúnirnar.

Nú bíð ég bara eftir riddaranum á hvíta hestinum að taka mig með sér á þorrablót að borða skemmdan mat.

Á meðan ætla ég að kíkja í bók, vefja utan um mig sjalinu sem ég keypti mér í Hósiló í morgun og hugsanlega taka smá bjútíblund í leiðinni.

Á morgun ætla ég hins vegar að mæta með sjalið i kirkju að syngja jesúslagara og ljúga að öllum að ég hafi heklað það sjálf -  það er kosturinn við að mæta í messur og syngja fyrir jesú. Ég á svo mikið inni hjá þeim félögum og má bæði plata og hræða börn.

Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

óborganleg

Marta B Helgadóttir, 5.2.2011 kl. 23:37

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mig vantar draumaprins sem býður mér á almennilegt þorrablót...  Ég þarf að fara að leita af vondum myndum af mér til þess að fólk fái ekki sjokk þegar ég hitti það í raunheimum :) 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.2.2011 kl. 01:57

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já stelpur mínar. Ljótar myndir eru stórlega vanmetnar

Hrönn Sigurðardóttir, 6.2.2011 kl. 08:26

4 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.2.2011 kl. 10:54

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það er töluvert auðveldara að finna bara riddara heldur en riddara á hvítum hesti.  Ég mæli því með að þú fjárfestir sjálf í hvítum hesti til að eiga þegar á þarf að halda - þ.e. undir gangandi riddarann, riddarann á gráa Fiatinum eða riddarann á neongrænu vespunni.     

Anna Einarsdóttir, 6.2.2011 kl. 15:46

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já Anna!! Það er góð hugmynd

Hrönn Sigurðardóttir, 6.2.2011 kl. 16:24

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

mmmmÞorrablót, það er það sem ég sakna núna þorramat.  Þú ert frábær Hrönn mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.2.2011 kl. 17:46

8 Smámynd: www.zordis.com

Svo er alltaf spurningin að finna bara prinsessu á traktor.  Hvernig var svo þorrablótið og hvernig tók prinsinn á skvízunni? 

Alldeilis hressandi fegurðartips   Prófum svo kattarsandinn saman ....

www.zordis.com, 8.2.2011 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.