....og tækninni fleygir fram.

Hver notar eiginlega fax? .....var ég spurð í vinnunni í dag. En spáiði í snilldina! Maður rennir blaði í gegnum maskínu úti á landi og það kemur út úr annarri maskínu í Reykjavík!

Hvað dettur þeim í hug næst?!?

Ég er allavega upprifin yfir þessari uppfinningu og get alls ekki hætt að nota hana við hvert tækifæri þannig að svarið við spurningunni er líklega: 'Miðaldra kona úti á landi.' Hins vegar er ég fullviss um að internetið sé bara bóla sem hjaðnar og verður að engu fyrr en varir.

Ég er stundum að spá í hvar öll sms-in lendi sem skila sér ekki á rétta staði. Eru þau bara sveimandi um? Gæti maður hugsanlega lesið annarra manna sms - sem eru á ferðinni fram og aftur í einhverri óendanlegri vídd  í umhverfinu - ef maður kæmi sér upp réttum græjum? Kannski einhverskonar gsm  texta gleraugum? Spennandi.......

Hugsanlega eru þó þessi sms verulega óspennandi: "Kem ekki í mat" Eða: "Er á leiðinni" Jafnvel: "Ertu búin að virkja Atlantsolíu lykilinn þinn?"

Þá væri nú kannski meira spennandi að vita af hverju viðkomandi ætlar ekki að vera í mat. Er framhjáhald í gangi? Á að borða með einhverjum öðrum eða er maturinn bara verulega vondur heima?

Ég sá í Fréttablaðinu í dag að konum þykir deitmenning á Íslandi ekki á háu stigi. Ég gæti ekki veirð meira sammála. Af hverju hringir aldrei fallegur karlmaður og býður mér út að borða eða gefur mér rósir? Eða bæði? Annars er ég á leið í Dömuboð í kvöld og hlakka mikið til.

Og þá yfir í allt annað. Áttiði ykkur á dagsetningunni? 121110! Góður dagur til að gifta sig 

Lifið heil Joyful 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm fax er eins og ritsíminn var hér í denn ekki satt, menn sátu í Reykjavík og sendu fréttir út um allan heim með einhverjum gatara

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.11.2010 kl. 18:09

2 Smámynd: Ragnheiður

Fax er kúl, það er svoleis í vinnunni minni sem ég btw hætti í...en við höfum ekki neinn EMIL þar. Fólk var alltaf að bjóðast til að senda okkur EMIL en við afþökkuðum það alltaf.

Svo fannst fólki líka rosa undarlegt að við værum ekki með símanúmera birti. Fyrir töttöguogfemm árum þegar ég byrjaði sem símastúlka á leigubílastöð þá var skiptiborð með pinnum sem maður setti upp og niður og svo stakk maður í mismunandi göt til að ná sambandi annarrsstaðar í húsið

Ragnheiður , 13.11.2010 kl. 19:27

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ragga! Þakkaðu bara fyrir að ykkur var ekki boðinn ERILL!!

Já Cesil! Nákvæmlega..... algjört galdratæki

Hrönn Sigurðardóttir, 13.11.2010 kl. 23:48

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Menn hafa haldið því fram að öll þessi gsm og farsíma"signöl" sem sveima um alla jörð, hafi gengið frá býflugnastofninum dauðum víða um heim. Ég er eiginlega búinn að kaupa þessa kenningu með húð og hári. Ég meina....býfluga á leiðinni heim og þá kemur bara inn á heilann á henni.: "Komdu við í Bónus og taktu með þér snakk" Þessi fluga ratar aldrei aftur heim í búið og blómin rotna. Held að faxið hafi ekki afvegaleitt eina einustu býflugu og því er það enn tengt hjá mér og fari það kolað að ég fari á fésbók eða fái mér heimabanka.

Halldór Egill Guðnason, 14.11.2010 kl. 06:03

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

P.S. 121110? Farin að telja niður núna?

Halldór Egill Guðnason, 14.11.2010 kl. 06:05

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já... það getur ekki haft góð áhrif á býflugur að fá svona skilaboð..........

.....eða 101112?

Hrönn Sigurðardóttir, 14.11.2010 kl. 12:50

7 Smámynd: www.zordis.com

Fjallið átti afmæli 12.11.10 og mér var sérstaklega hugsað til þín þegar við skáluðum í tinto um kvöldið.

Svo er það 13.12.11 á næsta ári en þá á mágkona mín afmæli.

Þegar ég fylgdist með öðru fólki starfa á ónefndir útvarpsstöð og faxið var að gera innreið sína í reykvíska menningu þá tók ung og fögur ritarasnót uppá því að setja gulan gúmmýhanska í faxið og ætlaði að senda það í hinn enda bæjarins.  Það var svalt!

 Dömukvöld hljómar einstaklega vel

www.zordis.com, 16.11.2010 kl. 21:17

8 identicon

Dömukvöld er spennandi.Ég hitti einu sinni ungan mann sem var á stofnun,samstofnendur hans kölluðu hann Faxa því hann gekk um með fílófax allan daginn og skráði allt sem fór fram á stofnunni.Enginn mundi hans rétta nafn,ekki heldur stofnannalæknirinn.Hann varð ávallt að lesa á sér til um það á stofugangi.Hann var alsæll með nafnið og langaði að vera forstjóri.Mér finnst Emil skemmtilegur ,oftast

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 14:31

9 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heiða Þórðar, 17.11.2010 kl. 16:21

10 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Marta B Helgadóttir, 22.11.2010 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.