Gaurinn niðri...

... er ágætis náungi.

Hann flutti inn, ásamt fjölskyldunni,  síðla sumars og síðan hefur hann staðið í stanslausum breytingum. Hann er búin að brjóta niður alla milliveggi og er að frá morgni til kvölds með heavy duty verkfæri. Við erum að tala um allskyns borvélar, steinsagir, brothamra og fleira og fleira sem ég hreinlega kann ekki að nefna, gott ef það leynast ekki steinsmugur þarna inni á milli....... Brotahaugurinn í garðinum stækkar jafnt og þétt í réttu samræmi við hvað veggjunum fækkar W00t

Einu mínar áhyggjur eru þær að hann sé búinn að breyta svo rækilega þarna niðri að hann endi í loftvarnarbyrgi og ég á jarðhæðinni - en það er bara hans vandamál....

Ég meina hvursu miklu er hægt að breyta í ríflega sextíufermetra íbúð? En ég er staðráðin í að halda áfram að brosa til hans og heilsa honum fallega vegna þess að klukkan fimm á hverjum degi dettur allt í dúnalogn þarna niðri og heyrist ekki meir fyrr en dagur rís á ný. Svo spillir ekki fyrir honum að hann á krúttlegan fimm ára son sem kemur stundum að heimsækja mig Tounge

Annars er ég ennþá með stjörnur í skónum og ekki laust við að ég öfundi sjálfa mig að hafa komist á sjóvið hans Palla á föstudaginn var InLove

Lifið í lukku Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Klárlega nokkrar steinsmugur hehe  Og hver veit nema að hann sé með fiskeldi með náttúrulegri uppsprettu.

Þú ert með stjörnur í skónum og ég í augunum yfir Palla

www.zordis.com, 8.11.2010 kl. 22:24

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ elskulega Hrönn mín, þú ert ómissandi í mínu lífi, sverða

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.11.2010 kl. 23:17

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ertu alveg viss um að þú sérst að skrifa þetta blogg af efri hæðinni? Kannaðu jarðarberjareitinn! Hann gæti verið ofar í dag en hann var í vor, altso frá þér séð

Halldór Egill Guðnason, 10.11.2010 kl. 04:05

4 identicon

hehehehe getur þú ekki tekið góðar söngæfingar á meðan lætin eru .

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.