Ókeypisdagurinn.....

.....var aldeilis ekki lagður upp sem slíkur. Ég meina ég fór í hraðbankann og allt og var virkilega tilbúin að borga fyrir allt sem á daga mína drifi........

....en margt fer öðruvísi en ætlað er. 

Safnahelgi á Suðurlandi stendur yfir og við systurnar ásamt mömmu og Heiðdísi lögðum land undir fót og fórum á Eyrarbakka - hvar Heiðdís sýndi okkur hvar hún kom undir ásamt fleiri sögum m.a. að ef ekki hefði verið fyrir komu bretanna hefðu foreldrar hennar ekki haft efni á henni........ Við eigum bretum greinilega ýmislegt að þakka..... Spurning hvort ég fer ekki að skrifa þá með stóru béi?

Við byrjuðum á sightseeing tour í búgarðarbyggðinni og reyndum að skilja af hverju fólk vill búa þarna niðri í örbirgð. Ég áttaði mig þegar við snérum við og snæviþakin fjallasýnin blasti við. Væri nánast tilbúin að fórna öllu mínu sparifé í þetta útsýni............ ætti ég þá eitthvað Tounge

Héldum síðan sem leið lá niður á StokksEyrarbakka, fengum rúgbrauð í Húsinu á Eyrarbakka, kaffi og smákökur hjá Elvari í Hólmaröst ásamt minimálverkum og til að toppa ókeypisdaginn hringdi ákaflega almennileg kona frá blaðinu sem enginn vill viðurkenna að vera áskrifandi að og bauð mér ókeypis áskrift í mánuð. Svei mér þá....... ég var næstum búin að spyrja hana hvernig hún vissi að ókeypisdagurinn væri í dag......

Ókeypisdagurinn hófst annars ósköp venjulega. Ég skokkaði extra stóran hring á golfvellinum með Ljónshjartað mér við hlið - það er svo sjaldan sem maður finnur svona vel fyrir sjálfum sér. Mér fannst ég geta hlaupið nánast á heimsenda án þess að blása úr nös. Kattarósóminn stakk okkur af  en við náðum honum aftur á bakaleiðinni.

Ég get alveg lofað ykkur því að ég var extra ókeypis flott - steingrá í framan - með maska made of Eyjafjallajökull á buxum og brjóstahalda einum fata áður en Ókeypisdagurinn hófst fyrir alvöru...................................

 

 

 

 

 

 

 

 

...hjá mér Tounge

Ef ég bara ætti mynd hand' ykkur Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hrönn.... Þú ert bara frábær

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.11.2010 kl. 20:10

2 Smámynd: www.zordis.com

Ég mun horfa djúpt í augun á þér óskeypis til að sjá myndina

www.zordis.com, 7.11.2010 kl. 22:32

3 Smámynd: Ragnheiður

hahahaha

Ragnheiður , 7.11.2010 kl. 23:32

4 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband