Tónafljóð!

Fyrir rúmu ári síðan gekk ég í kór. Það var nú reyndar út af dottlu sem ég ætla ekki að fara að tjá mig um opinberlega. Þessi ákvörðun var átak fyrir mig því þó ég gangi um sísönglandi þá sagði við mig kórstjórnandi þegar ég var níu ára að ég gæti EKKERT sungið og það hefur setið dulítið í mér. Hef samt alveg sungið í kórum síðan þá en tók mér nokkurra ára pásu........

En sumsé... ég gekk í kórinn og hef sungið sleitulaust síðan - jafnt í svefni sem vöku Tounge Stundum hef ég jafnvel sungið alt sóló.....

Í kvöld ætla ég svo að syngja á tónleikum og er farin að hlakka talsvert til.

En þá að allt öðru...... eftir þrjá daga rennur upp 101010 sem er, eins og þið vitið öll, dagurinn sem ég ætla að gifta mig. Ég sá hjá Zordísi að hún og einhverjar kjéllingar voru að snakka um að 50 ára brúðkaupsafmæli væri gullbrauðkaup. Ég sá það strax í hendi mér að ég mundi aldrei ná þeim áfanga svo ég er að hugsa um að skippa brúðgumanum og halda bara veisluna. 

Ég meina hver þarf karlmann þegar allar þessar græjur fást W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Sagði hann það, bölvaður dóninn Ég stóðst söngprófið hjá honum og var hrikalega ánægð með að komast í litla kórinn, enda er maður kannski ekkert að pæla þegar maður er bara níu. Ég held að þetta tíðkist hvergi í dag, ég held að allir krakkar fái að syngja skólakórum sem vilja, allavega er ansi hart að gæðaprófa svona unga krakka

Ég er að hugsa um að gifta mig 11.11.11

Margrét Birna Auðunsdóttir, 8.10.2010 kl. 22:12

2 Smámynd: Ragnheiður

hahaha Bidda reddar þessu með nýrri dagssetningu. Ég söng í kór eins laglaus og ég er. Við sungum á Hrafnistu (sérvalið vegna heyrnarleysis viðstaddra) og ég hef ekki reynt að neyða uppá neinn gaulinu í mér síðan. Fann minn tónlistarfarveg samt. Ég er góður ÁHEYRANDI ...toppaðu það ahahaha..

Kær kveðja mín kæra, myndi giftast þér anýtæm sko...

Ragnheiður , 9.10.2010 kl. 14:08

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

minn "söngkennari" sagði mér nú bara að lækka mig aðeins....fór í smá óstuð, en hef svo hægt og hljótt verið að hækka róminn  Lennti svo í því í vetur að vanur kórmaður með heilabilunarsjúkdóm bað mig vinsamlegast að lækka mig aðeins....varð eiginlega að taka mark á honum, en bara þegar hann heyrir til

Brúðkaup eru svo mikið 2007 hvort sem er.....  

Sigrún Jónsdóttir, 9.10.2010 kl. 21:33

4 identicon

Minn kórstjóri sagði mér að brosa og þar sem ég get ekki ger nema eitt í einu brosi ég bara  minn innri kall kemur í ljós með aldrinum hehehe.Bidda reddaði dagsetningunni .

Gangi þér vel á tónleikunum,það er geggjað búst fyrir egóið að syngja á tónleikum

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 09:34

5 identicon

er 7.9.13 ekki töff dagsetning fyrir svona athöfn - bæði töff dagsetning og svo sakar smá hjátrú ekki!

Ég get ekki sungið og reyni að gera það ekki nema þegar ég er að ferðast um vegi landsins...ætli það sé þess vegna sem bíllinn minn framdi sjálfsmorð um helgina????

Vildi bara láta vita að marin rifbein eru ekki betri en brotin rifbein:(

Valgerður Ósk (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 16:20

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

7.9.13....... góð hugmynd OG gefur mér tíma Nei ég skal alveg trúa því að marin rifbein séu ekki betri en brotin. Ég hugsa að best séu þau grilluð.........

Hrönn Sigurðardóttir, 13.10.2010 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband