Loksins, loksins....

...get ég notað hugarorkuna eftir margra ára þjálfun!

Þetta uppgötvaði ég í morgun þar sem ég sat frammi á biðstofu læknisins og stelpan sem var á undan mér kom fram aftur og sagði mér að ég væri næst inn. Ég horfði á hana smá stund og sagði svo - í anda uppáhaldsfrænku minnar - en ég vil það ekki.......

Í þeim orðum töluðum lokaðist hurðin inn ganginn aftur og ég komst ekki inn til læknisins. Segiði svo að máttur andans yfir efninu virki ekki..... W00t

Nú er alls ekki eins og þetta sé eitthvað persónulegt gagnvart lækninum, sem er alls ekki svo slæmur - þetta segi ég bara ef vera skyldi að hann rækist hér inn Tounge heldur vegna þess að ég var á leið í sprautu inn til hans. Ég og sprautur erum engir sérstakir vinir og ég er ekki frá því að þessi hafi verið ein sú versta só far.

Hann sagði mér að ástæða þess að hann notaði allt of stóra sprautu og ryðgaða í þokkabót væri alls ekki sú að hann vildi það endilega heldur væri honum uppálagt að spara....  

Ég spurði hann hvort þetta virkaði ekki örugglega. Hann vildi lítið gefa út á það en fullvissaði mig hinsvegar um að á morgun mundi ég vakna með ávísun á launahækkun, þriggja daga skeggrót og yrði flutt beint í bassann í kirkjukórnum. Hann væri nefnilega að sprauta mig með sterum!

Ég bað hann svo að hnykkja mig áður en ég færi og hann kallaði mig masókista á meðan það brakaði í öllum beinum í bakinu á mér.

Góður læknir - Ég er ánægð með hann Happy


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.9.2010 kl. 02:30

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

góð  

Marta B Helgadóttir, 29.9.2010 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.