Ég er í smá vandræðum...

....með karlmenn í lífi mínu.

Þannig er að við stóðum hér úti um daginn Ljónshjartað og ég og reyndum að finna rétta stráið til að míga utan í þegar að garði bar tvo mormóna sem spurðu hvort þeir mættu spjalla aðeins við mig. Ég hafði svo sem ekkert annað að gera þá stundina og jánkaði því.

Þeir töluðu við mig um Jesú og gleðina og gáfu mér bækling um gleðina yfir að finna Jesú. Þeir þóttust ekki skilja þegar ég sagði þeim að ég væri lööööngu búin að finna Jesú og geymdi gleðina yfir því í barmafullu hjarta mínu..........

Síðan þetta var hafa þeir bankað uppá öðru hvoru og spurt hvort ég sé búin að lesa bæklinginn og hvort þeir megi koma inn. Ég hef hrist höfuðið mjög þrjózkulega og sagt þeim kurteislega - en ákveðið að þeir megi ekki koma inn og ég sé búin að týna bæklingnum.

Ég tek það fram að það er mjög erfitt að vera ókurteis við þá því þeir eru afar indælir, prúðbúnir í jakkafötum, með bindi og hjálm W00t

En ég veit hvað vakir fyrir þeim. Þeir vilja fá mig í söfnuðinn og kvænast mér báðir. 

Ég hlakka svo til þegar ég verð gömul og ljót og strákarnir hætta að elta mig Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hahahaha

Þvílík lukka að þú sérð í gegnum plottið hjá strákunum.  Snillingurinn þinn !

Anna Einarsdóttir, 10.7.2010 kl. 12:16

2 Smámynd: Brattur

Heyrðu, þeir heimsóttu mig líka um daginn þessir strákar, brostu og gáfu mér bæklinga... þeir eru greinilega til í allt þessir hormónar

Brattur, 10.7.2010 kl. 12:17

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahhahaha svei mér þá

Hrönn Sigurðardóttir, 10.7.2010 kl. 12:20

4 identicon

Einu sinni bjó ég í útlandi að læra tungumál sem ég kenni í dag, í hverfinu sem ég bjó í var ein strætóstoppistöð og þó nokkuð langt í næstu stöð, á þessari stöð var kona sem angraði alla þá sem biðu með bæklingum og frásögnum af frelsinu og ýmsu öðru....það truflaði þessa konu ekkert þó maður svaraði henni ekki eða snéri sér undan - hún hélt bara áfram að tala eða færði sig svo hún stæði aðeins nær manni....

Þegar konugreyið var búið að trufla mig nógu lengi þá sagði ég henni að ég tilheyrði söfnuði sem aðhyllist fórnir á smábörnum því þau væru ekki með sál....ljótt - meira að segja mjög ljótt en konan hvarf af stoppistöðinni og kom aldrei aftur......mér var ekki bjargandi!!!!!

Valgerður Ósk (IP-tala skráð) 10.7.2010 kl. 19:14

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Valgerður Ósk!! Ég þarf að fá þig í heimsókn

Hrönn Sigurðardóttir, 10.7.2010 kl. 20:00

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.7.2010 kl. 23:37

7 identicon

geta þeir ekki gifst þér þótt þú gangir ekki í söfnuðinn ?En trúlofast ?

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 23:06

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Skralli! Ég hef nebblega grun um að þetta sé algjörlega truelove

Hrönn Sigurðardóttir, 11.7.2010 kl. 23:31

9 identicon

Stundum er best að vera ókurteis. Til dæmis þegar Moskítófluga sveimar í kringum mann og neitar að far þótt maður biðji hana kurteislega. Þá er best að smella í og kremja hana. Einnig þegar uppáþrengjandi menn eru að bjóða manni eitthvað sem maður er búin að afþakka (kurteislega) oftar en telja má á hökuhárunum. Ég mæli reyndar ekki með því að kremja ÞÁ, en um daginn brá ég á það ráð í Politicalli Correct Sviss meira að segja þegar ungur broshýr maður var búinn að elta mig alllengi segjandi eitthvað á þýsku með skráningarblað í styrktarfélag fyrir með fötluðu barni framan á þá segði ég "I hate children" Hann labbaði hratt í hina áttina. Samt hata ég ekki börn (ég kann bara ekki við þegar ókunnugir menn eru að elta mig)

Edda Björk Ármannsdóttir (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 14:43

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahahahha Næst þegar þeir koma segi ég: I hate Jesus

Hrönn Sigurðardóttir, 12.7.2010 kl. 14:53

11 identicon

ég var búinn að setja helling af góðum ráðum handa þér en sá svo að þau eru ekki birtingarhæf.Svo ég reyni aftur.Spurðu þá bara hvort þeir séu einhleipir og vanti ekki konu,þig vanti jú 2 menn hehehehehe

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 15:59

12 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Heheheheh þér er ekki viðbjargandi.  Elska þessa sögu hvort sem hún er sönn eða login.

Ía Jóhannsdóttir, 12.7.2010 kl. 16:41

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Dagsönn Ía. Með dassi af ýkjum

Heldurðu að það dugi Skralli?

Hrönn Sigurðardóttir, 12.7.2010 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband