Árans beinið.

Eins og ykkur flest rekur minni til stytti ég mér leið niður í kjallara um daginn og uppskar brotið rifbein og nokkra afar fallega marbletti. Sem í sjálfu sér var ekki slæmt þó það hafi á engan hátt verið gott og ég ráðlegg engum að leika þetta eftir. Alveg svona..... "don´t try this at home"

Ég hef að sjálfsögðu gert eins og læknirinn sagði mér og haft mig hæga....... Í gærkvöldi fór ég til dæmis út og sló heimatúnið - mjög hægt. Ég kom svo inn hölt og skökk og vaknaði í morgun eins og gömul kona. Sem ég alls ekki er!

Það sem mér finnst eiginlega skrýtnast við að rifbeinsbrotna er hvað það hefur afgerandi áhrif á lærið aftanvert.

Ég er samt öll að koma til aftur, enda skellti ég á mig bleikum varalit í morgun og skundaði út að syngja fjórraddað . Tókst bara nokkuð vel upp, þó ég segi sjálf frá enda gerir bleikur varalitur ýmis afrek sönglega séð. Ég er að spá í að endurnýja birgðirnar og fara út aftur þó ekki endilega til að syngja nema kannski með sjálfri mér og Ljónshjartanu.

Góðar stundir og gleðilega þjóðhátíð  Wizard


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Var það Bed Head varaliturinn? Hann klikkar ekki  ;)

Gleðilega hátíð elsku Hrönn og farðu vel með þig.

Marta B Helgadóttir, 17.6.2010 kl. 16:16

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Snillingur!

Þegar ég var á sokkabandsárunum var auglýsing sem hljóðaði svona; "Það eina sem konan þarf, er augnskuggi frá Astor".
Ég og vinkona mín stunduðum Hótel Ísland grimmt á þessum tíma og íhuguðum að prófa þetta, mæta á ball þar í engu nema augnskugga frá Astor og sjá hvort okkur yrði hleypt inn...við þorðum því ekki en hlógum oft að ímynduðum viðbrögðum fólks!!!

SigrúnSveitó, 17.6.2010 kl. 21:27

3 identicon

Ég hef rifbeinsbrotnað....það datt á mig hestur

Það var ógurlega sárt í langan tíma....var enn brotið mörgum vikum seinna....sé það núna að ég hefði átt að  hafa mig hæga...jæja ég man það næst þegar það dettur á mig hestur

Valgerður Ósk (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 23:36

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sko Valgerður Ósk..... ef þú hefðir haft þig hæga hefði hesturinn hugsanlega aldrei dottið á þig

Hrönn Sigurðardóttir, 18.6.2010 kl. 18:21

5 Smámynd: Ragnheiður

hmm

ég hélt að ég hefði verið búin að kommenta hérna...

Ohh well...hafðu þig hæga Hrönn, þú ert afar sjaldgæft og vandað eintak af árgangi okkar.

Knús!

Ragnheiður , 18.6.2010 kl. 19:40

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég er voða hæg Ragga. Ég fór til dæmis í hálfa fjallgöngu í gær mjööööööög hægt

Hrönn Sigurðardóttir, 18.6.2010 kl. 23:46

7 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þú ert bara snillingur! Að geta slegið blettinn hægt, með brotið rifbein, er ekkert annað en alger snilld. Að syngja síðan fjórraddað eftir hæga sláttinn......ég meina...er einhver sem treystir sér til að toppa þetta? Ég gæti ekki einu sinni nagað blettinn hjá mér, með þessari reisn. Vermireiturinn i lagi og jarðaberin farin að gægjast, eða allt orðið myglað? Settu nú mynd eða tvær á síðuna og sýndu árangurinn. Það er ekki nóg að útlista verklagið við vermireitinn. Við viljum sjá hvort hann virkar. ...Hilsen......;-)

Halldór Egill Guðnason, 19.6.2010 kl. 02:03

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jú jarðarberin byrjuð að blómstra og ég áætla að uppskeran verði meiri í ár en í fyrra - heil þrjú ber

Hrönn Sigurðardóttir, 19.6.2010 kl. 07:48

9 identicon

 bleikur varalitur getur gert kraftaverk og gerir það.Ég er auðvitað bara með bleikan varalit enda eru norðmenn mjög ánægðir með mig.Eða Bergenbúar.Mér er sagt að það sé Noregur og svo sé það Bergen  og ,það er ekki það sama.Þetta var það fyrsta sem ég lærði er ég flutti frá Íslandi og það fyrsta sem ég keypti var græn regnhlífBleikur varalitur og græn regnhlíf er málið.Góðan bata ,hraðbata

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.6.2010 kl. 13:23

10 Smámynd: www.zordis.com

Du er uforbedrende ..... Ein Hrönn á hvert heimili fyrir árslok!

Þér fóru marblettirnir ógnvænlega vel og svo var göngulagið frekar getnó. Væri sko meir en til í að sjá vidjó af þér að slá hægt en bið þig vinsamlega að syngja fjórraddað í beinni í ágúst!

www.zordis.com, 20.6.2010 kl. 11:03

11 Smámynd: Solla Guðjóns

:)

Solla Guðjóns, 30.6.2010 kl. 22:32

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ  mín kæra það er fjandi sárt að rifbeinsbrotna, og erfitt að hafa sig hæga.  Það er bannað að stytta sér leið niður í kjallara!!!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.7.2010 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband