Eltihrellir

Ég var inni á síðunni hennar Garúnar einn daginn fyrir eurovision. Þar var m.a. verið að tala um danska lagið og ég sletti því fram sisvona eins og mér einni er lagið að það lag minnti mig svo á lagið með Police - Every breath you take.......

Mér fannst ekkert að því enda sagði Ingimar Eydal hér um árið að í öllum lögum væri að finna Gamla Nóa. 

Það var athugasemdin sem kom á eftir minni sem hefði getað komið mér í uppnám - ef ég væri þannig týpa sem ég alls ekki er og hélt því ró minni.... en athugasemdin hljóðaði eitthvað á þá leið að: Oj Þetta lag væri lag stalkersins og ef það yrði gert vídeó, eða tónlistarmyndband - eins og við kjósum að kalla það hér í sveitinni (innskot höfundar), þá yrði það um mann á glugga W00t Ég sá fyrir mér jólasveininn........

Enívei - þetta vakti mig til umhugsunar verandi textaspákona - sem er kona sem finnst gaman að rýna í texta Tounge Ég leitaði lagið uppi á youtube og viti menn. Þetta er alveg ekta eltihrellir.

Ég vona að ég hafi á engan hátt eyðilagt fyrir ykkur þetta lag - sem var mikið spilað hér í den þegar maður var að vanga við sætu strákana - né hugmyndina um jólasveininn.

Og talandi um sætu strákana. Hvað varð eiginlega um þá?

Njótið helgarinnar InLove

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Jahá. 

Hvað varð eiginlega um alla sætu strákana ?

Anna Einarsdóttir, 4.6.2010 kl. 20:16

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Kannski orðnir bitrir eltihrellar? Eða kæra sig ekki lengur um konur?

Hrönn Sigurðardóttir, 5.6.2010 kl. 01:04

3 identicon

kannski eiga þeir allir ljótar konur sem banna þeim að fara út?????

Nei ætli þeir séu ekki orðnir grásprengdir jakkafatamenn með bjórbumbu....synir þeirra eru sætir núna

En ég held þú sért búin að eyðileggja fyrir mér ótrúlega fallegt lag..... eða alla veganna vekja mig aðeins til umhugsunar...óþarfi að gera svoleiðis við þreytta framhaldsskólakennara sem eiga enn eftir 10 daga í vinnu...

Valgerður Ósk (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 17:29

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það er þá í lagi meðan jólasveinninn sleppur?

Hrönn Sigurðardóttir, 7.6.2010 kl. 19:41

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Well spotted there lady

Jóna Á. Gísladóttir, 9.6.2010 kl. 22:54

6 identicon

Það er einn sætur hjá mér og verður hjá mér

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.6.2010 kl. 15:14

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Heheheh já pínu líkt.  Sendi kveðju austur til þín.

Ía Jóhannsdóttir, 10.6.2010 kl. 22:41

8 Smámynd: www.zordis.com

Eitt stk. vangadans!

Njóttu helgarinnar með öllu sætu strákunum. Ðe bjútí is in ðí æj of ðe bíhólder. Góða helgi elskan. Dagurinn í gær var góður til giftinga 10.06.10 ...

www.zordis.com, 11.6.2010 kl. 16:00

9 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Það gæti nú alveg verið að eitt og eitt eintak af sætu strákskvikyndi fyndist einhversstaðar, stúlkur góðar. Erum við bara ekki öll alveg æðislega falleg? Spurning hvernig hver sér sitt. "Every breath you take" ...........geggjað lag og enn er verið að herma eftir því. "Every move you make, every smile you fake............ I´ll be watching you." Verst hvað maður á slæmar græjur til að hlusta á þetta núorðið, en það eru sennilega bara enn ein ellimerkin að sjá ekki lengur "núfallegheitin" fyrir "denfallegheitunum" og geta ekki andskotast til að fá sér almennilegar græjur! Vangadans.....frusssssss. Hvar hafið þið verið elskurnar mínar undanfarin allt of mörg ár? Ingimar Eydal, Helena, Þorvaldur "Á sjó".... Kommon....WE ARE GETTING OLD!

Halldór Egill Guðnason, 17.6.2010 kl. 03:20

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahah meira tuðið alltaf í þér

Hrönn Sigurðardóttir, 17.6.2010 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband