4.6.2010
Eltihrellir
Ég var inni á síðunni hennar Garúnar einn daginn fyrir eurovision. Þar var m.a. verið að tala um danska lagið og ég sletti því fram sisvona eins og mér einni er lagið að það lag minnti mig svo á lagið með Police - Every breath you take.......
Mér fannst ekkert að því enda sagði Ingimar Eydal hér um árið að í öllum lögum væri að finna Gamla Nóa.
Það var athugasemdin sem kom á eftir minni sem hefði getað komið mér í uppnám - ef ég væri þannig týpa sem ég alls ekki er og hélt því ró minni.... en athugasemdin hljóðaði eitthvað á þá leið að: Oj Þetta lag væri lag stalkersins og ef það yrði gert vídeó, eða tónlistarmyndband - eins og við kjósum að kalla það hér í sveitinni (innskot höfundar), þá yrði það um mann á glugga Ég sá fyrir mér jólasveininn........
Enívei - þetta vakti mig til umhugsunar verandi textaspákona - sem er kona sem finnst gaman að rýna í texta Ég leitaði lagið uppi á youtube og viti menn. Þetta er alveg ekta eltihrellir.
Ég vona að ég hafi á engan hátt eyðilagt fyrir ykkur þetta lag - sem var mikið spilað hér í den þegar maður var að vanga við sætu strákana - né hugmyndina um jólasveininn.
Og talandi um sætu strákana. Hvað varð eiginlega um þá?
Njótið helgarinnar
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Eldri færslur
2021
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Spurt er
Tenglar
Uppskriftir
- Bollur eða brauðlengjur
- Kærleiksbollur
- Gróft brauð
- Bananabrauð
- Kryddbrauðið hennar Jónínu
- Kryddbrauð
- Lífsins brauð
- Fyllt brauð
- Gömlu góðu kanelsnúðarnir hennar mömmu
- Hafrakex
- Skinkumyrjuhorn og pizzasnúðar
- Ostaskonsur
- Muffins
- Eplakaka Mörtu Smörtu ;)
- Rabbarbarapæ
- Epla og valhnetubaka
- Súkkulaðikaka mótmælanda efnahagsástandsins ;)
- Vatnsdeigsbollurnar hennar ömmu
- Gulrótarkaka með súkkulaði
- Biluð hollusta Hjónabandssæla
- All bran kökur
- Brynhildur Delisíus
- Gillaður humar
- Salat númer eitt
- Gulrótarsalat með dassi af fortíðarþráhyggju
- Gúllassúpa
- skólastjórasúpa
- Grænmetissúpa Zordísar
- Fylltar kjúklingabringur Uppskrift að góðu kvöldi
- Fljúgandi Jakob með stílbragði
- Kjúklingaréttur Thai Pride
- Ungnauta - innra læri
- Fiskréttur í ofni
- Grænmeti í ofni
- Ratatoullie a la maison
Vefsíður
Færsluflokkar
- Afmæli og stórhátíðir
- allt annað
- amatörar
- Bloggar
- Bækur
- Draugasögur
- Dútl heima við
- Dægurmál
- fagmennska
- Ferðalög
- Fordómar og spéhræðsla
- Galdrar og töfrar
- Glæpamál
- Grill
- Grobb
- Gæludýr
- gæludýr og dýrafát
- hausti fagnað
- hugsanleg húsbönd
- Iðnaðarvinna og verkir
- Íþróttir
- íþróttir og útivist
- Kvikmyndir
- Launráð og fyrirsát
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- málningarvinna
- Menning og listir
- menn og málleysingjar
- mótorhjól og akstursíþróttir
- Óbyggðir Vestfjarða
- Sjónvarp
- Skordýr
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- svefn og síþreyta
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Veikindi
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- öfugir fordómar
- Ölæði og ólæti
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Marta B Helgadóttir
- www.zordis.com
- Anna Einarsdóttir
- Ragnheiður
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- SigrúnSveitó
- Guðný Anna Arnþórsdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Solla Guðjóns
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Brattur
- Garún
- Sigrún Jónsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Halldór Egill Guðnason
- Þröstur Unnar
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Dúa
- Hagbarður
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Bullukolla
- Einar Indriðason
- Steingerður Steinarsdóttir
- Rebbý
- Vilma Kristín
- Dísa Dóra
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ía Jóhannsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Hugarfluga
- Bergljót Hreinsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Bjarni Harðarson
- Marinó Már Marinósson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Steingrímur Helgason
- Þórbergur Torfason
- Ólöf Anna
- Brúðurin
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Víðir Ragnarsson
- Laufey Ólafsdóttir
- Róbert Tómasson
- Ólafur fannberg
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gulli litli
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Linda litla
- Ágúst H Bjarnason
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Svala Erlendsdóttir
- Tína
- Markús frá Djúpalæk
- Gudrún Hauksdótttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
Athugasemdir
Jahá.
Hvað varð eiginlega um alla sætu strákana ?
Anna Einarsdóttir, 4.6.2010 kl. 20:16
Kannski orðnir bitrir eltihrellar? Eða kæra sig ekki lengur um konur?
Hrönn Sigurðardóttir, 5.6.2010 kl. 01:04
kannski eiga þeir allir ljótar konur sem banna þeim að fara út?????
Nei ætli þeir séu ekki orðnir grásprengdir jakkafatamenn með bjórbumbu....synir þeirra eru sætir núna
En ég held þú sért búin að eyðileggja fyrir mér ótrúlega fallegt lag..... eða alla veganna vekja mig aðeins til umhugsunar...óþarfi að gera svoleiðis við þreytta framhaldsskólakennara sem eiga enn eftir 10 daga í vinnu...
Valgerður Ósk (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 17:29
Það er þá í lagi meðan jólasveinninn sleppur?
Hrönn Sigurðardóttir, 7.6.2010 kl. 19:41
Well spotted there lady
Jóna Á. Gísladóttir, 9.6.2010 kl. 22:54
Það er einn sætur hjá mér og verður hjá mér
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.6.2010 kl. 15:14
Heheheh já pínu líkt. Sendi kveðju austur til þín.
Ía Jóhannsdóttir, 10.6.2010 kl. 22:41
Eitt stk. vangadans!
Njóttu helgarinnar með öllu sætu strákunum. Ðe bjútí is in ðí æj of ðe bíhólder. Góða helgi elskan. Dagurinn í gær var góður til giftinga 10.06.10 ...
www.zordis.com, 11.6.2010 kl. 16:00
Það gæti nú alveg verið að eitt og eitt eintak af sætu strákskvikyndi fyndist einhversstaðar, stúlkur góðar. Erum við bara ekki öll alveg æðislega falleg? Spurning hvernig hver sér sitt. "Every breath you take" ...........geggjað lag og enn er verið að herma eftir því. "Every move you make, every smile you fake............ I´ll be watching you." Verst hvað maður á slæmar græjur til að hlusta á þetta núorðið, en það eru sennilega bara enn ein ellimerkin að sjá ekki lengur "núfallegheitin" fyrir "denfallegheitunum" og geta ekki andskotast til að fá sér almennilegar græjur! Vangadans.....frusssssss. Hvar hafið þið verið elskurnar mínar undanfarin allt of mörg ár? Ingimar Eydal, Helena, Þorvaldur "Á sjó".... Kommon....WE ARE GETTING OLD!
Halldór Egill Guðnason, 17.6.2010 kl. 03:20
hahah meira tuðið alltaf í þér
Hrönn Sigurðardóttir, 17.6.2010 kl. 13:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.