19.5.2010
Kyssa mömmu sína bless...
...sagði ég þegar ég skutlaði Mömmusinnardúlludúski um borð í kvöld. Hann sagði - um leið og hann kyssti mig - "en það eru allir sjóararnir að hooooorfa" Ég fullvissaði hann um að þeir kysstu alltaf allir mömmu sína bless Dúskurinn er kokkur á kútter frá Sandi - eða svona næstum því - og það er ekki laust við að ég glotti við tönn þegar hann er heima og skolar af disknum sínum og setur hann í uppþvottavélina...... Eitthvað sem ég hef beðið hann um í þessi þrjú eða fjögur ár frá því að ég keypti mér það þarfaþing sem uppþvottavél er!! Loksins, loksins skilur hann gildi þess að ganga frá eftir sig.
Sjúkkett að þú ert byrjaður að elda - sagði ég við hann í dag - ég er nefnilega hætt því! Ég byrjaði í nýrri vinnu á mánudaginn og þar kemur eigandinn með mat í hádeginu sem hún eldar sjálf þannig að ég ákvað að hætta að elda nema hafragraut á morgnana Spurning hvort ég taki að mér helgarvinnu líka..........?
Ég er svo glöð að hafa fengið þessa vinnu - þetta er akkúrat vinna fyrir mig .....en ég hugsa að ég verði ekki há og grönn þarna, þó veit maður aldrei.... Ég meina Sigurður Einarsson er kominn á lista Interpol. Hver hefði trúað því fyrir nokkrum mánuðum? Og það er ekki svo auðhlaupið af þeim lista! Sjáiði í anda þegar það verður rændur einhversstaðar hraðbanki í framtíðinni og lýsingin á ræningjanum verður: sköllóttur karlmaður, ríflega 114 kíló, ekki svo hár í loftinu og löggan mætir bara heim til Sigga og spyr hvort hann sé enn að ræna banka?
....en svo maður vaði nú í allt annað, þá opnaði ég hurð um daginn og það fyrsta sem ég sá var maðurinn sem ég ætla að giftast - á hnjánum.... ekki þó til að biðja min - sem er kannski ekki svo skrýtið því hann er enn í aðlögun og veit ekki að hann ætlar að kvænast mér Hitt get ég sagt ykkur að hann leit vel út í þessar stellingu eins og náttúrulega alltaf
Lifið í lukku
Athugasemdir
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.5.2010 kl. 23:11
Maðurinn þinn tilvonandi ætlar örugglega að kvænast þér, er að æfa sig og vill ekki að þú vitir strax að hann ætlar að kvænast þér. Hann hlær með sjálfum sér á hverjum degi að þeirri staðreynd að þú veist ekki neitt.
Anna Einarsdóttir, 19.5.2010 kl. 23:55
Karlmenn eru svo flottir á skeljunum ..... Það verður svo gaman þegar þið giftist og það veit það enginn fyrr en löngu seinna nema ég og kanski þessir 3 bloggvinir þínir hehehe
Knús á þig happakerling, þú ert há til hnésins, mundu það því sumir búa ekki við þá náðar og guðsgáfu því þeir eru með tásurnar rétt fyrir neðan rasskinn.....
www.zordis.com, 20.5.2010 kl. 08:18
... akkuru var hann á hnjánum ???
Brattur, 20.5.2010 kl. 21:46
Hey !
Nú er ég búin að fatta hver hann er. Það þurfti bara að leggja saman tvo og tvo....... Ragnar Reykás. Hver annar er alltaf á hnjánum.
Anna Einarsdóttir, 20.5.2010 kl. 21:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.