Ættaróðalið....

Þannig er að ég á ættir að rekja undir Fjöllin!

Fjöllunum þar sem gýs núna......Frændi minn einn býr þar á ættaróðalinu sem hefur verið rýmt vegna gossins. Ég sá mér náttúrulega leik á borði og hóf að safna liði. Ég hef nefnilega verið að undirbúa fjandsamlega yfirtöku síðan jarðhræringar hófust á svæðinu. Ég vissi að þetta væri bara tímaspursmál. Það setti að vísu smá strik í reikninginn að löggan lokaði veginum austur - nema fólk ætti brýnt erindi.... en ég meina, skilgreindu brýnt erindi!

Ég var hinsvegar búin að undirbúa plan B eins og allir góðir stríðsmenn og ætlaði niður Gaulverjabæ og yfir Þjórsá á ferju! Það gæti þá í leiðinni reynt á ferjulögin sem - mér vitanlega - hafa aldrei verið afnumin!

Dagurinn hefur sumsé farið í að taka myndir niður af veggjum. Myndir, sem ég ætla síðan að hengja upp á óðalinu yfirtökunni til sönnunar!

Já krakkar mínir. Það er löngu kominn tími á réttlætisjöfnun í þessum heimi! Ég meina...... ef amma mín hefði verið afi minn þá væri ég núna ríkur, skeggjaður bóndi undir Fjöllunum.

Stay tuned - hver veit nema næsta færsla komi af órólega svæðinu W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Wow ....... spennandi.      Og skemmtilegt.

Anna Einarsdóttir, 21.3.2010 kl. 21:14

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já Anna.... sérstaklega fyrir frænda minn

Hrönn Sigurðardóttir, 21.3.2010 kl. 21:56

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Og hugsaðu þér........ ef amma þín hefði verið afi þinn........og þú hefðir þá verið ríkur frændi á ættaróðalinu sem var rýmt...... þá hefði verið tekið viðtal við þig fyrir sjónvarpið út af gosinu og þú værir orðin fræg ! 

Svekkelsi að amma þín var stelpa. 

Anna Einarsdóttir, 21.3.2010 kl. 22:45

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Kom viðtal við hugsanlega mig?

Já tölum um svekkelsi......

Hrönn Sigurðardóttir, 21.3.2010 kl. 22:50

5 Smámynd: Brattur

Nú ruglið þið mig alveg... ef amma hefði verið afi ???  Þá hefði amma verið með skegg, því afi Stebbi var alltaf með stóra og mikla mottu... get bara ekki séð ömmu Stínu fyrir mér með mottu

Þið eruð ekki í lagi.

Brattur, 21.3.2010 kl. 22:55

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég zé fyrir mér Hrönnzlu með vígalega 'marzmottu' leggja ferjunni eyzdan Þjórzár.

Steingrímur Helgason, 22.3.2010 kl. 00:05

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hrönn þú ert frábær...bara varð að segja þér það

Sigrún Jónsdóttir, 22.3.2010 kl. 13:21

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehehehe

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.3.2010 kl. 15:18

9 Smámynd: Ragnheiður

Jæja..og nei ég ætla ekki í berjamó

<----------------

könnun þarna

ég er ekki meira klikk en venjulega...

En hvað ætlarðu að gera þegar frændaódóið kemur heim aftur ?

Standa í dyrunum og segja ; Neeeiii hæ...og blikka augnhárunum ?

Ragnheiður , 22.3.2010 kl. 21:22

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jú sko Ragga.... til þess var myndunum dröslað með. Ég ætla að benda á myndir á veggjum og segja honum, án þess að depla auga, að þetta séu nú mínar myndir. Hvort hann geti bent á eitthvað sem hann eigi.......?

Hrönn Sigurðardóttir, 22.3.2010 kl. 23:57

11 Smámynd: www.zordis.com

Er nettenging á óðalinu?

www.zordis.com, 22.3.2010 kl. 23:57

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Og af hverju ætlarðu ekki í berjamó?

Hrönn Sigurðardóttir, 22.3.2010 kl. 23:57

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já Zordis! Og rafmagn ;) Ég skal svo bjóða þér í heimsókn í sumar. Nóg pláss í gamla bænum.

Hrönn Sigurðardóttir, 22.3.2010 kl. 23:58

14 identicon

Heyrðu, þegar þú ert búin að ná ættaróðalinu til baka þá getum við farið og yfirtekið Korpúlfstaði!! Langa-langa mín og langa-langa-langa þín (sama konan) var alin upp þar!! Svo þú verður umvafin óðulum!!!!!!

Sigrún frænka (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 22:18

15 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þetta er rétti andinn Sigrún! Þarna þekki ég mína ætt ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 25.3.2010 kl. 14:44

16 identicon

Ó mæ, ég bætti auka lið í, þetta var bara langamma mín og langa-langa þín svo við eigum allan rétt á óðalinu!!

Já ættin okkar!! Alltaf jafn hæversk!!!! dæs!

Sigrún frænka (IP-tala skráð) 26.3.2010 kl. 19:45

17 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahah það er ekkert gaman að óhæversku fólki ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 26.3.2010 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband