Ég um mig frá mér til þín

Ég velti því fyrir mér að segja upp varanlegu sambandi mínu við facebook. Þetta samband er mjög undarlegt og í raun alveg rannsóknarverkefni út af fyrir sig.....

......Þarna gefur að líta yfirlýsingar eftir yfirlýsingar um að Lísa á Lóni moki út úr hesthúsinu í dag og í gær og jafnvel á morgun líka? Eða að Sigga á Síðu er búin að baka og taka til og svo koma "vinirnir" í bunum og segja viðkomandi hvað hann sé yfirmáta duglegur...... Þetta er eins og ein stór sjálfshátíðarfullnæging. Svo er ekki eins og hasarinn leiftri hægri vinstri.... Nema hugsanlega hjá mér.... og þeim sem eru í raðdramaköstum yfir kreppunni og aðgerðum ríkisstjórnarinnar - eða aðgerðarleysi hennar. Hvernig svo sem fólk vill líta það mál. Sem bæ þe vei fer algjörlega eftir því hvar í flokki fólk stendur! Fólk sem jafnvel hrópar hæst um að leggja þurfi fjórflokkana niður - ekki seinna en nú, þegar, strax!

Já ég er á því að bloggið henti mér miklu betur - hér get ég endalaust verið fyndin í löngu máli á kostnað náungans og flissað svo hátt og í hljóði yfir margslungnum og stórkostlegum húmor mínum. Sem er að vísu ekki allra - en það er nú ekki mitt vandamál Tounge

Og þá yfir í allt annað! Það styttist í páska. Voruð þið búin að átta ykkur á því? Margir dagar framundan þar sem ég get hlúð að uppáhalds áhugamáli mínu: Að gera sem minnst - á sem lengstum tíma......

Þakka þeim sem hlýddu Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Fésbókin hentar mér ekki heldur...... þ.e. ég hef aldrei neitt að segja þar. 

Sú var nú tíðin að ég grét mig í svefn á hverju kvöldi - úr hlátri - yfir því sem gerðist á blogginu.  Fólk var svo ótrúlega fyndið fyrir kreppu.  Síðan misstu flestir húmorinn eða yfirgáfu svæðið........ en þú ert ein af nokkrum sem enn er í lagi með ! 

Anna Einarsdóttir, 19.3.2010 kl. 11:34

2 Smámynd: Ragnheiður

Haha en hvað ég skil þig. Það fer orðið hálfur dagurinn í að upphugsa einhvern status á feisbúkk sem lætur mann ekki líta út eins og fjósvitlaust fíbbl...

Ég held að það muni skila sér fleiri til baka af feis- en ekki þeir sem eru farnir að blogga annarsstaðar .

Ragnheiður , 19.3.2010 kl. 17:03

3 Smámynd: Brattur

Mér finnst rosalega gott að gera ekki neitt, sérstaklega á föstudaginn langa... en vissu þið að fimmtudagurinn er nú kallaður "litli föstudagurinn" hjá ungviðinu í dag ?

Brattur, 19.3.2010 kl. 23:23

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt mín kæra  Mér finnst feisið hundleiðinlegt....en er þar samt allt of mörgum stundum

Sigrún Jónsdóttir, 20.3.2010 kl. 01:12

5 identicon

ég elska bloggin þín,svo hlakka ég mikið til að lesa þau eftir að ég fer í útlandið og hlægja endalaust með þér.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 13:45

6 Smámynd: Solla Guðjóns

......raðdramaköstum

Þetta er eins og ein stór sjálfshátíðarfullnæging ....

Dreptu mig ekki kona

luv

Solla Guðjóns, 31.3.2010 kl. 20:11

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 31.3.2010 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband