Þögull Þorri heyrir....

Fimmtudagar eru uppáhaldsdagar hjá mér. Þeir byrja á vatnsfimi -  assgoti góðir tímar og ekki spillir félgasskapurinn fyrir - ég meira að segja náði að kría mér út matarboð á morgun í tilefni Þorra og ég borða ekki einu sinni Þorramat! Geri aðrir betur.......Tounge Dagurinn endar síðan á kóræfinu. Já.... ekki slæmir dagar fimmtudagar.

Síminn hringdi hjá mér í gær - sem út af fyrir sig er ekkert óvenjulegt ég er jú afar vinsæl..... í símanum var maður sem spurði hvort hann væri sá sem ég ætlaði að giftast. Menn bíða helspenntir út um allan bæ eftir að ég ljóstri því upp hver sá heppni er W00t Ég sver það......

Maðurinn sem ég ætla að giftast hringdi líka í mig í gær - aðeins minna spenntur, enda hef ég hann grunaðan um að lesa ekki bloggið mitt...... og vita þar af leiðandi ekki af því hvað bíður hans Tounge

Ég sá Pál Óskar syngja lagið um lífið í Kastljósinu í gær. Hann fyllir mig hamingju þessi drengur og ég er ferlega montin af að hafa einu sinni búið með honum. Ég ætla bara rétt að vona að Palli sé jafn montinn af því að hafa búið með mér Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hann er örugglega jafn montin og þú Hrönn mín.   Vona að maðurinn sem þú ætlar að giftast hafi gaman af því að láta koma sér á óvart.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.1.2010 kl. 16:48

2 identicon

þú ert yndi

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 22:25

3 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Ég var alveg búin ad steingleyma tví hversu skemmtilegur bloggari tú ert.Fór nedar í færslunar til ad skemmta mér enntá meyra.

Kvedja frá Hyggestuen.

Gudrún Hauksdótttir, 21.1.2010 kl. 22:41

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hvernig gastu gleymt því? Ég verð að viðurkenna að ég er smá hneyksluð.....

Ha ha Cesil. Það er ég hreint ekki viss um!

Takk sömuleiðis Skralli ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 21.1.2010 kl. 22:43

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Ég bíð spennt eftir framhaldssögunni um manninn sem þú ætlar að giftast.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.1.2010 kl. 00:52

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Við höngum að sjálfsögðu allar á línunni - eða öll réttara sagt!

Palli er bara eitt stórt KRÚTT .. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 23.1.2010 kl. 12:14

7 identicon

Auðvitað hlýtur Palli að vera montinn... ég væri það ef ég hefði búið með þér!

Vilma Kristín (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 23:35

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk Vilma

Hrönn Sigurðardóttir, 27.1.2010 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband