Færsluflokkur: Bækur
17.9.2007
Mannaskipti og úrhelli.
Sagði opinberlega skilið við Kundera um helgina. Ég fann að hann var ekkert að gera fyrir mig, er líklega aðeins of firrtur fyrir minn smekk - bara örlítið....... Við náðum engan veginn saman og ég gat ekki hugsað mér að lesa meira af bókinni "Lífið er annars staðar" þar sem hver persónan á fætur annarri er dregin fram full vanmetakenndar og vanlíðunar. Ekki minn smekkur á bókmenntum.
Fór á bókasafnið í dag og sótti mér Þorvald "sæta" Þorsteinsson.
Ætla núna að skríða uppí með honum...... hlusta á rigninguna með öðru eyranu og kíkja á Þorvald með hinu auganu
úje svít læf off þe singúls
Bækur | Breytt s.d. kl. 23:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
18.5.2007
Fjöru- og furðuferð.....
Fórum í fjöruna, ég og drengurinn sem elskar mig takmarkalaust..... Þar sáum við fjórtán og hálfa kríu og tvo seli - báða dauða! Er þetta ekki dularfullt? Er að spá í að skrifa bók um dularfulla seladauðann? Sjáið þið það ekki alveg vera að gera sig í jólabókaflóðinu? Dularfulli seladauðinn! Eftir Hrönn Sig. í anda Enid Blyton? Þeir voru fremur ógeðfelldir - fannst mér allavega. Fann einn flottan stein. Sá ótrúlega fallegt brim en engan kafara....
Lék svo fína dömu, þegar við komum heim, þótt erfitt væri þegar hundurinn er með mig í eftirdragi - en hvað leggja dömur ekki á sig? Fór í pilsið mitt og spígsporaði Austurveginn, ætlaði í bókabúð en það var búið að loka, það er allt í lagi fer bara á morgun í staðinn. Fór á flóamarkað og keypti mér armbönd, lít núna út eins og sígaunakjeddling, tek að mér að spá fyrir ykkur en bara í kvöld því á morgun verður mér vísað úr landi................
Á meðan ég man! Er einhver annar en ég hræddur við Dóminós dömmídúkkuna?Mér rennur kalt vatn á milli skinns og hörunds í hvert skipti sem ég sé hana og flýti mér að loka augunum þegar hún fer að renna til sínum augum......
kríííííp
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
16.5.2007
Bækur og tíðindi....
Fór í bókasafnið í dag - Var ákveðin í að sækja mér lífsreglurnar fjórar og Tvíburana, stímaði inn einbeitt á svip og settist við leitartölvuna því eins og sönnum heimskonum sæmir leitar maður sér ekki aðstoðar hjá bókasafnskonunum (af hverju eru bara konur að vinna á bókasöfnum? Ekki að ég hafi neitt á móti þeim, sumar af mínum beztu konum eru vinir......)
Indíánabókin var ekki inni, sem kom mér svosem ekki á óvart, þetta er í þriðja sinn sem ég ætla að sækja mér þessa bók og hún er aldrei inni. Ég get sagt ykkur það í trúnaði að þegar ég næ henni, skila ég henni aldrei aftur...... heheheheheheeh - Verð bókaþjófurinn mikli.... kannski er bara einfaldara að kaupa bókina og fá ekki samvizkubit þegar ég lít hana í hillunni?
Fór svo að leita að Tvíburunum. Þegar ég var búin að skanna öll bókanúmer frá stjörnumerkjahillunni að ástarsöguvellunni, gafst ég upp og snéri mér að afgreiðsluborðinu. Konurnar höfðu aldrei heyrt minnst á þessa bók en lofuðu að kanna málið og láta mig vita.......
Hætti ekki fyrr en ég gefst upp!
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)