Færsluflokkur: Óbyggðir Vestfjarða

Fallegur og kaldur sunnudagur

Picture 309 Það var kalt á okkur stubbaling í morgungöngunni en við létum okkur hafa það.....

Lá mestmegnis í leti í gær, nennti ekki út í vetrarveðrið. Annars hefði ég farið og skoðað glerlistmunina hjá Jónu Kristínu, vinkonu Ásdísar. Nennti ekki heldur á flugeldasýninguna enda hefði stúfurinn ekki viljað koma með mér. Sýningin sást líka ágætlega úr glugganum mínum. Hvar ég horfði á meðan stubburinn leitaði skjóls...... Mér finnst þessar flugeldasýningar snúast mestmegnis um hávaða nú til dags - sagði gamla konan Tounge - en ekki ljósasjóv. Það drynur í fjallinu á hverri sýningu en minna fer fyrir fallegum ljósum.

Í síðustu viku hringdi í mig maður að westan vegna viðskipta sem hann átti við fyrirtækið. Hann datt svo í spjallgír. Sagði mér að hann væri á leiðinni á fjall, í göngur og spurði hvort ég mundi kæra mig um að koma með. Ég sagði honum að ég væri lofthrædd og fjöllin fyrir vestan væru há..... ég reyndi að láta mér nægja fjöllin mín hér fyrir sunnan.....

Hann kvaddi mig svo, eftir gott spjall, með þeim orðum að hann ætti hér afa og frænda og næst þegar hann kæmi að heimsækja þá mundi hann kíkja á mig og jafnvel skoða líka vélarnar okkar. Hver veit nema ég verði ráðsett bóndakona fyrir westan næsta haust LoL

Jaaaaa það sem manni dettur í hug á sunnudögum. Eins gott að það er bara einn sunnudagur í hverri viku InLove

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.