Færsluflokkur: svefn og síþreyta

Laugardagur til lukku

Sofnaði í gær um sex leytið, rétt vaknaði seinna um kvöldið til að fara út með stubbaling og setja inn nokkrar stillimyndir á bloggið LoL og fór svo strax aftur að sofa....

Picture 026 Stúfurinn vakti mig svo af værum svefni um sex í morgun og sagði mér að hann vildi fara út. Ég lét það að sjálfsögðu Picture 023eftir honum - hvað gerir maður ekki fyrir svona dúllu?

Kom svo heim aftur klukkutíma síðar, eftir góðan göngutúr og sofnaði!!! W00t 

Hvað haldið þið? Síþreyta? Of mikið að gera í vinnunni? Almenn leti?

Bezt að taka inn járn í nokkra daga og sjá hvort ég jafni mig ekki....

Fór út  í bakarí í "morgun" þegar ég loksins komst til meðvitundar! Þar var staddur ferðamaður sem talaði mikið í símann við konu sína sem hann hafði greinilega skilið eftir í útilegu einhversstaðar - vonandi nálægt - Hann var á undan mér í röðinni og keypti ýmislegt. Svo fór hann að tala um hvort ekki væru til stór umslög???!!! Konan sem afgreiddi hann sagði honum að hún væri bara með svona..... og benti á "umslögin" sem hún bakar. Þá brast hann í sögu um að á Akureyri fengjust stór umslög með súkkulaði inní......

Afgreiðslukonan, þolinmæðin uppmáluð hlustaði á söguna hans og brosti á réttum stöðum. Svo spurði hann hvort ekki væru til karamellusnúðar. Konan sagði honum að hún ætti súkkulaðisnúða og snúða með glassúr...... Um það bil sem ferðamaðurinn var að bresta í aðra sögu um karamellusnúðana á Akureyri, sagði maðurinn sem var í röðinni fyrir aftan mig að hann hefði þurft að vera fyrir klukkan níu á ferðinni ef hann ætlaði að fá þannig snúða. Afgreiðslukonan, enn þolinmæðin uppmáluð, hló kurteislega. Þá sagði ég úrill, svöng og yfirsofin: "Svo er líka alltaf hægt að vera bara heima hjá sér ef maður vill engar breytingar........." 

Ójá - en það liggur nú betur á mér núna. Er að spá í að taka til sneggvast.

Picture Svona leit Hekla út í morgunsárið. Tignarleg í fjarzka.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband