Færsluflokkur: öfugir fordómar

Fordómar með öfugum formerkjum?

Undanfarna mánuði hef ég veitt eftirtekt lítilli fjölskyldu sem gengur alltaf á laugardagsmorgnum framhjá eldhúsglugganum mínum á leið sinni í Bónus. Fjölskyldan er af erlendu bergi brotin. Mér dettur í hug........Pólland.

Þessi fjölskylda samanstendur af mömmu, pabba og barni. Drengurinn gengur alltaf á milli þeirra og þau leiða hann bæði. Þau eru alltaf brosmild og ánægð og tala mikið saman á máli sem hefur næstum enga sérhljóða. Mér dettur í hug...... pólska. Ég hef, svona með sjálfri mér, búið til sögu um þessa fjölskyldu......

Þau flúðu hingað úr sárri fátækt og atvinnuleysi. Hann fékk vinnu við byggingar, hún er heima með drenginn, hefur matinn tilbúinn þegar hann kemur þreyttur heim og saman eiga þau kvöldin og helgarnar. Búa hér í sátt og samlyndi, eiga til hnífs og skeiðar og horfa á sjónvarpsútsendingar frá Póllandi og Discovery channel á kvöldin í gegnum gervihnött.

Undanfarna tvo laugardaga hefur mamman gengið ein með drenginn fram hjá eldhúsglugganum mínum á leið sinni í Bónus. Hún leiðir hann ennþá en brosir minna. Talar minna.

Ætli pabbinn sé orðinn of mikill Íslendingur? Farinn að vinna á laugardögum líka?

Er ég haldin fordómum með öfugum formerkjum? Gagnvart Íslendingum? Ef svo er verð ég þá rekin úr landi? Get ég treyst því? Tounge

Mér er spurn.......


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband