Háskóli Íslands

Ég dró andann djúpt og fylltist lotningu þegar ég steig inn fyrir dyrnar í Odda í morgun í fyrsta skipti á ævinni og í fyrsta skipti sem ég stíg fæti inn fyrir HÍ sem nemandi.

Ég var að hugsa um að biðja manninn fyrir framan mig að taka mynd en lagði ekki í það enda strunsaði hann inn eins og hann væri búinn að vinna þarna í mööööörg ár og ekkert væri sjálfsagðara en að ganga inn um þessar dyr.

Gaman að segja frá því að fyrsta manneskjan sem ég hitti var Marta Heart það spillti nú ekki ánægju dagsins. Ég fékk mér te með henni og sagði frá því að ég hefði nánast ekkert sofið og því síður borðað af spenningi síðan ég var samþykkt inn í Háskólann. Þetta endar með því að ég verð há og grönn - verst að baugarnir koma til með að ná niður að hnjám.

Ég er enn í skýjunum yfir að vera orðin nemandi við Háskóla Íslands - langþráð markmið loks í höfn - og ætla mér svo sannarlega að njóta þessarar tilfinningar á meðan hún endist mér.

Rosalega er ég ánægð. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Til hamingju með áfangann :)

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.1.2013 kl. 01:34

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk :)

Hrönn Sigurðardóttir, 8.1.2013 kl. 08:54

3 Smámynd: Ragnheiður

Til hamingju með þetta :)

Ragnheiður , 8.1.2013 kl. 13:13

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Innilega til hamingju með þennan áfanga Hrönn mín, ég er stolt fyrir þína hönd

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.1.2013 kl. 13:17

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk takk :)

Hrönn Sigurðardóttir, 9.1.2013 kl. 22:37

6 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Þetta er yndisleg tilfinning

Margrét Birna Auðunsdóttir, 15.1.2013 kl. 22:50

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ekkert smá :)

Hrönn Sigurðardóttir, 17.1.2013 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.